Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 102
dæmis það, að langflestir leita ekki læknis með smáskeinu,
skurð eða bruna, fyrr en farið er að grafa í sárinu eða sog-
æðabólga hefur myndazt út frá því. Fólki finnst óviðeig-
andi að ónáða lækni sinn út af slíkum smámunum, eins
og það kemst að orði, en aðgætir ekki, að það ónáðar sjálft
sig og lækninn ennþá meira með drættinum og veldur auk
þess óþarfa kostnaði. Ekki er það heldui- einleikið, hversu
oft sjúkrahúslæknar fá til meðferðar löngu sprungna
botnlanga og það hér í sjálfum höfuðstaðnum, svo að fá
dæmi séu til færð.
Hvergi gætir þó dómgreindarleysis sjúklinga eins átak-
anlega og þegar um krabbamein er að ræða.
Það er almenn reynsla í öllum löndum, að sjúklingar,
sem haldnir eru jafnskæðum sjúkdómi, leita sjaldnast
læknis fyrr en eftir dúk og disk. En stundum eru lækn-
arnir hinir seku. Þeir átta sig ekki ævinlega á því, að um
krabbamein á byrjunarstigi sé að ræða — svo lymskulega
fer það oft og einatt af stað. Hitt er svo jafnraunalegt, að
allmargt fólk þjáist árum saman af kveljandi krabbameins-
hræðslu, en þeir hinir sömu þurfa venjulega ekkert að
óttast.
Krabbameinsfélög eru nú starfrækt um heim allan í
þeirri von, að unnt sé að leiðbeina fólki aö gagni, þ. e. a. s.
til þess að stuðla að því, að þeir, sem eru að sýkjast af
krabbameini, leiti sér lækninga í tæka tíð, því að enn er
það svo, að eina ráðið, sem menn þekkja gegn krabba-
meini, er það, að unnt sé að koma lækningu við, áður en
sjúkdómurinn er kominn á of hátt stig.
Aðalorsök þess, hversu seint sjúklingar þessir leita lækn-
is, mun vera sú, að þeir vara sig ekki á því eða réttara sagt
vita ekki, að jafnalvarlegur sjúkdómur veldur oftast nær
mjög vægum og óljósum einkennum í byrjun.
Algengt er t. d. að heyra sjúklinga þessa segja við lækni
sinn, að þeir séu vissir um, að það, sem að þeim gangi,
100
Heilbrigt lif