Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 11
Vinningur er Chevrolet fólksbifreið, gerð 1955, er verð happdrættis-
miða kr. 10,00.
ÍSÍ hefur verið sagt upp núverandi húsnæði vegna fyrirhugaðrar
stjórnarráðsbyggingar á Amtmannsstíg 1 og verður að fara úr hús-
næðinu eigi síðar en 1. okt. n. k. Er því meira aðkallandi en nokkru
sinni fyrr, að íþróttasambandið fái framtíðarhúsnæði fyrir sig og sér-
samböndin. Hefur veriö athugað um kaup á hæð eða húseign á góð-
um stað í Reykjavik, en slíkt kostar mjög mikið fé, og er ekki sjáan-
legt, að það sé framkvæmanlegt nema með mjög miklu átaki til fjár-
öflunar í þessu skyni. Mun árangur af happdrættinu skera úr um,
hvort mögulegt verður að ráðast í það stórræði sem kaup á skrifstofu-
húsnæði fyrir ÍSÍ er.
Heiðursgjafir og viðurkenningar
Heiðursfélagi ÍSÍ var kjörinn Jens Guðbjörnsson, formaður Glímu-
félagsins Ármanns, í tilefni 50 ára afmælis hans 30. ágúst 1953.
Þessir menn haí'a verið sæmdir gullmerki sambandsins:
Stefán Runólfsson í tilefni 50 ára afmælis hans 22. ágúst 1953.
Frímann Helgason í tilefni 50 ára afmælis hans 21. ágúst 1953.
Prins Bertel, form. sænska ríkisíþróttasambandsins, í tilefni 50 ára
afmælis þess.
Hallsteinn Hinriksson í tilefni 50 ára afmælis hans 2. febr. 1954.
J. W. Rangell, form. finnska xþróttasamb. (SVUL), í tilefni 60 ára
afmælis lians 25. okt. 1954.
Leo Frederiksen, form. danska íþróttasamb., í tilefni 60 ára afmælis
hans 30. ágúst 1954.
Bo Ekelund, varaform. sænska ríkisíþróttasamb., í tilefni 60 ára af-
mælis hans 26. júlí 1954.
Vignir Andrésson, Rvk, í tilefni 50 ára afmælis hans 19. febr. 1954.
Jón Pálsson, Rvk, í tilefni 50 ára afmælis hans 6. júní 1954.
Guðjón Einarsson, Rvk, í tilefni 50 ára afmælis hans 18. júní 1954.
Lárus J. Rist, Rvk, í tilefni 75 ára afmælis hans 19. júní 1954.
Ármann Dalmannsson, Akureyri, í tilefni 60 ára afmælis hans 12
sept. 1954.
Benexlikt Jakobsson, Rvk, í tilefni 50 ára afmælis hans 19. apríl 1955.
Oddfána ÍSÍ hafa hlotið:
KRR í tilefni af 1000. fundi þess 29. sept. 1953.