Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 183
SKAUTAIÞROTTIN
Eftir Jón D. Ármannsson
Skautaíþróttin veturinn 1952—53
Veturinn var óhagstæður skautaíþróttinni hér á landi. í Reykjavík var
næstum ekkert hægt að stunda skautahlaup, en hér á Akureyri var skauta-
ís á köflum.enda þótt veðráttan væri hér óhagstæð, t.d.mun óhagstæðari en
veturinn áður. ís var hér a£ og til fyrir jól, en lítill í janúar. Seinni hluta
janúar gerði SA tilraun til þess að halda við skautasvelli á íþróttasvæðinu
á Akureyri. Sífelldir umhleypingar gerðu það að verkum, að eigi tókst að
fá nærri nógu þykka undirstöðu, en þó heppnaðist að halda í tíu daga ís,
sem seldur var aðgangur að, og var þá oft margt um manninn. Frá því
snemma í febrúar og út veturinn var mjög lítið um nothæfan ís. Um pásk-
■>na var nokkurra daga skautaís í Reykjavík.
Skautamót fslands 1953 fór fram hjá Espihóli í Eyjafirði 18,—19. febr.,
°g sá Skautafélag Akureyrar um mótið. SA hélt þrjú innanfélagsmót á
Vetrinum, einnig tvö æfingamót. Á öðru þeirra, 4. des., vann Hjalti Þor-
steinsson 3000 m. á 5:54,0 mín., sem þá var bezti tími, sem náðst hafði hér-
'endis á þeirri vegalengd. Skautamót Akureyrar féll niður vegna ísleysis, og
1 Reykjavík tókst ekki að halda neitt mót af sömu ástæðu. Kristján Árnason,
KR, íslandsmeistari í skautahlaupi 1951 og 1952, dvaldist í Noregi fram
>'fir áramót, tók hann þátt í nokkrum mótum og keppti fyrir Hamar
fdrettslag.
Merkasti viðburður í skautamálum hérlendis þennan vetur var það, að
i'ingað var fenginn þjálfari í hraðhlaupi, Norðmaðurinn Reidar Liaklev.
iá' aldist hann hér á landi frá 1. febr. og fram undir mánaðarlok og kenndi
1 Reykjavík og á Akureyri, aðallega þó fyrir norðan, vegna ísleysis í Revkja-
V|k. Tveir Reykvíkingar sóttu námskeið hans á Akureyri. Liaklev var einn
at beztu skautahlaupurum heims fyrstu árin eftir stríðið, vann m. a. 5000
ni- á OL. í Davos 1948, varð Evrópumeistari í Hamar 1948 og Noregs-