Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 180
ardeild Ármanns til sérstakrar keppni um bikar, sem stjórn RFR gaf. Róið
var 1000 m. í fjðgurra manna „innri gerð“ („inrigger") með stýrimanni, og
varð RFR sigurvegari í þessari fyrstu keppni milli félaga, sem háð var
eftir að róðrar hófust að nýju. Sveit RFR skipuðu þessir menn: Bragi Ás-
björnsson, Ölafur V. Sigurðsson, Kristinn Sæmundsson, Franz E. Siemsen
og stýrimaður Ludwig H. Siemsen.
Önnur keppni milli Ármanns og RFR fór fram á „Septembermóti Ár-
manns". Róið var aftur 1000 m. og að þessu sinni um bikar, sem Ármann
gaf. Sveit RFR sigraði. Bæði þessi mót hafa siðan verið haldin árlega.
í ljós kom, að oft hamlaði veður því, að hægt væri að róa, og féllu þá æf-
ingar niður þar af leiðandi. Til þess að koma i veg fyrir slíkt og til þess að
gera kleift að halda áfram æfingum um vetrartímann, réðst RFR í kaup á
róðrarvélum frá Þýzkalandi, og hafa þær verið stöðugt notaðar síðan.
Arið 1952 hefur einnig verið framfaraár í sögu róðraríþróttarinnar. Á
þessu ári var ákveðið að efna aftur til meistarakeppni, og fór Meistaramót
Islands í róðri fram þann 20. júlí. Keppt var í einni grein, í fjögurra manna
„innri gerð“ með stýrimanni, og gaf Árni Siémsen ræðismaður í Lubeck
silfurbikar til þessarar keppni. Bikar þessi vinnst til eignar þrisvar í röð
eða fimm sinnum alls. Vegalengdin á meistaramóti er 2000 m„ og mættu
þrjár áhafnir til keppni, tvær frá RFR og ein frá Róðrardeild Ármanns. A-
sveit RFR sigraði á 8:24,6 min., Ármenningar urðu nr. 2 á 8:40,1 mín. og
B-sveit RFR nr. 3 á 8:55,1. Fyrstu íslandsmeistarar í róðri, eftir að þessi
íþróttagrein hafði verið endurvakin, voru þessir menn: Bragi Ásbjörnsson,
Ólafur V. Sigurðsson, Halldór Jóhannsson, Kristinn Sæmundsson og stýri-
maður Ludwig H. Siemsen.
„Róðrarmót RFR“ var haldið 19. júlí með góðri þátttöku. Eftir keppni
fór fram skírn á kappróðrarbát, sem RFR hafði fengið á mjög lágu verði
frá Þýzkalandi. Var það notaður bátur, fjögurra manna með stýrimanni, af
„ytri gerð“ („outrigger"), þ. e. a. s. sú gerð, sem aðallega er notuð í keppni
erlendis. Báturinn hlaut nafnið „Hjörleifur". Því miður hefur ekki verið
hægt að láta fara fram keppni á þeim bát, vegna þess að ekki er til nema
þessi eini bátur þessarar tegundar. Er það von manna, að úr því muni ræt-
asr áður en langt líður.
„Septembermót Ármanns" fór fram 4. október, og lauk þar með siimar-
starfsemi félaganna.
Um veturinn var róið inni í vélum, en í apríl 1953 hófust svo aftur úti-
æfingar hjá báðum félögum. Aðalkennarar voru, eins og undanfarin ár,
þeir Stefán Jónsson hjá Róðrardeild Ármanns og Ludwig H. Siemsen hjá
178