Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 147
stytti upp, en völlurinn var þakinn pollum og því erfiður óvönum. Liðin
voru þannig skipuð:
Island: Sama lið og lék í Kaupmannahöfn.
*
Leif Olsen (VIF) Gunnar Dybwad (Steinkjer) Gunnar Thoresen (Larvik T.)
Kjell Kristiansen (Asker) Harald Hennum (Skeid)
Torleif Olsen (VIF) Tor Hernes (Lyn)
Thorbjörn Svendsen (Sandefjord)
Harry Boye Karlsen (Larvik T.) Oddvar Hansen (Brann)
Aloregur: Asbjörn Hansen (Sparta)
Þegar leikurinn hófst var komið stillilogn og þurrviðri, og jókst hitinn er
á kvöldið leið. Fyrstu mínúturnar leit út fyrir að íslenzka liðið mundi fá
herfilega útreið, og voru Bergens-búar teknir að gera ráð fyrir svipuðum
úrslitum og þegar Norðmenn sigruðu Finna 12—0 á sama velli í fyrsta leik
þeirra eftir styrjöldina. Það sást fljótlega, að Islendingarnir áttu erfitt með
að leika á votum vellinum og var í fyrstu leikið á eitt mark, íslenzka mark-
ið. Fyrsta markið kom eftiraðeins 9 mín.,og skoraði Kjell Kristiansen með
fallegu skoti. Eftir aðeins 9 mín. til tókst Dybwad að skora annað mark
Norðmanna, og þegar liðnar voru 22 mín. af leiknum kom þriðja markið,
skorað af Thoresen. F.ltir þessa hryðju varð leikurinn þófkenndari, ís-
lenzka liðið náði sér á strik, og þegar 2 mín. voru til hlés, tókst Gunnari
Gunnarssyni að skora, og stóðu leikar 3—1 er skipt var um mark.
Eftir hlé varð sú breyting á íslenzka liðinu, að Sveinn Helgason lék ekki
með vegna lasleika, og kom Guðbjörn Jónsson inn og lék vinstri bakvörð,
en Haukur lék miðframvörð. „Liðið sneri nú blaðinu við, og síðari hálf-
leikur var jafn og margfalt betur leikinn af íslenzka liðinu. Nú komu hlið-
arframverðirnir meira með í leikinn, en þeir notuðu of mikið af löngum
spyrnum við uppbyggingu sóknarinnar, og auðvelduðu norsku vörninni að
stöðva upphlaupin. En hinn hraði jákvæði leikur frá fyrri hálfleiknum var
horfinn. Mest bar á einstaklingsafrekum, eins og hinn snjalli einleikur
Leif Olsen allt til marklínunnar — en þar runnu líka upphlaupin út f
ekkert. Annars tókum við eftir Dybwad, sem þrívegis í þessum hálfleik
tók fram sín mestu þrumuskot — en íslenzki markvörðurinn bjargaði þeim
á undursamlegan hátt. Sérstaklega var vel varið er hann bjargaði fyrsta
skotinu með annarri hendi. íslendingarnir áttu aðeins eitt skot á mark í
þessum hálfleik og fengu eina hornspyrnu — en byggðu upp fleiri tækifæri,
sem runnu út í sandinn vegna lélegra skota“ (Bergens Tidende).
ÁRBÓK ÍÞRÓTTAMANNA 145 10