Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 17
sætt eins mánaðar þátttökubanni í íþróttum, sem ranglega var á hann
lagt af framkvæmdaaðila, sem ekki hafði dómsvald til að ákveða slíka
refsingu. Þykir því ekki ástæða til að gera kærða Inga Þorsteinssyni
frekari refsingu.
Kærði Þorsteinn skal sýkn, þar sem sannanir brestur fyrir því, að
hann hafi gerzt brotlegur við 2. gr. 2. tl. c. dóms- og refsiákvæða ISÍ.
Dómsorð:
Kærða Erni Clausen og kærða Inga Þorsteinssyni verður ekki gerð
frekari refsing.
Kærði Þorsteinn Löve skal vera sýkn af ákæru framkvæmdastjórnar
ISÍ í máli þessu.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ taldi rétt, þar sem sambandsráð hefði á sín-
um tíma ákveðið málshöfðun þessa, að þá yrði það að taka ákvörðun
um, hvort málinu yrði áfrýjað eða ekki. Var tillaga framkvæmda-
stjórnarinnar sú, að málinu yrði ekki áfrýjað, og samþykkti sam-
Irandsráð þá tillögu á fundi sínum 25. apríl 1954.
Ein af breytingum þeim, sem gerðar voru á lögum ÍSÍ á íþrótta-
þingi 1953, var sú, að framkvæmdastjórn ÍSÍ var gefið vald til þess að
kveða upp dóma um, hvort keppendareglur, svo og áhugamannaregl-
ur ÍSÍ, hefðu verið brotnar eða ekki, og vald til þess að dæma refs-
ingu, ef um brot á nefndum reglum hefði verið að ræða.
Vegna þessa fékk framkvæmdastjórnin mörg slík mál til meðferðar
og úrskurðar, og eru þau þessi:
1. Gísli Halldórsson, form. ÍBR, óskaði eftir því að gefnu tilefni og
með tilvísun til lagabreytinga, er gerðar voru á íþróttaþingi á Akra-
nesi, 3.-4. júlí 1953, varðandi úrskurð á brotum á áhugamannaregl-
um ÍSÍ, að framkvæmdastjórnin athugaði og úrskurðaði nú þegar,
hvort hann hefði gerzt brotlegur sem áhugamaður fyrir þá sök að
reka teiknistofu í Reykjavík, ýmist einn eða í félagi við fleiri, og taka
að sér að teikna íþróttamannvirki fyrir Iþróttanefnd ríkisins eða önn-
ur tilsvarandi störf fyrir nefndina, sem arkitektar einir geta fram-
kvæmt.
Eftir athugun samþykkti framkvæmdastjórnin á fundi sínurn 1953
að úrskurða, að Gísli Halldórsson hefði eigi gerzt brotlegur við áhuga-
mannareglur ÍSÍ.
15