Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 179
ROÐRARIÞROTTIN
Eítir Franz E. Siemsen
Róðraríþróttin á íslandi 1949—1953
í Árbók íþróttamanna 1953 er birt igrip a£ róðrarsögu íslands til ársins
1948. Rétt þykir því nú að iialda áfram með það ágrip, þar sem frá var
hor£ið, og skýra lítillega frá þróun þeirra niála hin síðari ár.
Á árunum 1949 og 1950 var aðeins eitt íþróttafélag, Glímufélagið Ár-
mann, sem hélt uppi æfingum í róðri. Þetta þótti þátttakendum að vonum
leitt, því að nauðsynlegt er, að fleiri en eitt félag æfi, til þess að skemmti-
legur keppnisgrundvöllur skapist. Ludwig H. Siemsen, sem verið hafði
kennari hjá Róðrardeild Ármanns, tók sig þá fram og safnaði saman
nokkrum ungum mönnum, sem fæstir höfðu róið, en áhuga höfðu fyrir
þessari íþróttagrein, og stofnaði með þeim nýtt félag, sem hlaut nafnið
>,Róðrarfélag Reykjavíkur". Stofndagur þess var 6. des. 1950, og voru
stofnendur 25 auk 19 styrktarfélaga. Fyrstu stjórn hins nýja félags skipuðu
þessir menn: Ludwig H. Siemsen, formaður, Ragnar Halldórsson, Halldór
Jóhannsson, Gísli Ólafsson og Franz E. Siemsen.
Stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur sýndi þessu nýja félagi strax þann
roikla vinskap og þá tiltrú að gefa því bát sinn, „Ingólf'. Sömuleiðis studdi
Róðrardeild Ármanns félagið með því að leigja því afnot að bátaskýli sínu
' Nauthólsvíkinni, svo að mögulegt reyndist þegar á vorinu 1951 að hefja
'eglubundnar æfingar.
Strax fyrsta sumarið kom greinilega í ljós, að hér hafði verið stigið spor
t rétta átt, því að mjög lifnaði yfir íþróttinni og þátttaka óx að mun. Æfðu
Um 60 manns samtals hjá báðum félögunum.
í júní 1951 hélt RFR sitt fyrsta innanfélagsmót, „Róðrarmót RFR", og
t*l þess að leggja grundvöll að reglulegum róðrarmótum bauð RFR Róðr-
arbók íþróttamanna 177 12