Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 15
Frá Noregi:
A. Proet Höst,
Tormod Norman.
Frá Svíþjóð:
Bo Ekelund,
Gösta Sandberg.
Frá Islandi:
Ben. G. Waage,
Guðjón Einarsson,
Konráð Glslason,
Gísli Ólafsson,
Jens Guðbjörnsson.
Sú nýbreytni var tekin upp að hafa áheyrnarfulltrúa, og voru þeir
þessir: Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Lúðvík Þorgeirsson, Gísli
Halldórsson, Sigurður Greipsson, Óðinn Geirdal, Hermann Stefáns-
son, Þórarinn Sveinsson, Bragi Kristjánsson, Sigurjón Jónsson, Einar
Kristjánsson, Erlingur Pálsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Stefán Runólfs-
son, Garðar S. Gfslason, Hannes Sigurðsson og Herm. Guðmundsson.
Forseti ráðstefnunnar var forseti ÍSÍ og ritarar hennar voru Bene-
dikt Jakobsson og Sigurður Norðdahl.
Ráðstefnan tók til meðferðar mörg mál og gerði samþykktir í sum-
um þeirra.
í sambandi við ráðstefnuna var efnt til ferðalaga, og var henni slit-
ið á Þingvöllum. Gerðu hinir erlendu fulllrúar hinn bezta róm að
undirbúningi öllunr og ráðstefnunni, og iná fullyrða, að ráðstefnan
hafi orðið íþróttasambandinu, sem sá um hana, til sóma.
18. ráðstefna Ríkisíþróttasambanda Norðurlanda var haldin í Kaup-
mannahöfn í febr. 1955. Mættu þar sem fulltrúar ÍSÍ: Ben. G. Waage,
forseti ÍSÍ, Stefán Runólfsson, ritari ÍSÍ, Gísli Halldórsson, form. ÍBR,
og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Á ráðstefnunni voru þessi mál rædd:
Sameiginleg norræn sjónarmið vegna Ólympíuleikanna í Ástralíu
1956.
fþróttir og sjónvarp.
Alþjóðleg samvinna.
Norræn samvinna.
13