Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 184
meistari 1949 í Tönsberg. — Beztu tímar hans eru 44,0 — 2:16,6 — 8:18,0
— 17:24,9. Liaklev kom hingað fyrir milligöngu ÍSÍ og Norges Sköytefor-
bund, en Liaklev er einn af stjórnarmeðlimum þess. I'að var því mikill
heiður fyrir íslenzka skautamenn að fá þennan ágæta skautahlaupara
hingað, og enda þótt skilyrði væru slæm til skautaiðkana þann tíma, seffl
hann dvaldist hér, munu þó þeir, sem nutu tilsagnar hans, hafa lært margt
af honum, og á árangurinn af þvi vonandi eftir að koma betur í ljós. er
fram líða stundir.
Staðfest voru átta íslandsmet sett á vetrinum, og voru öll eldri metin
bætt verulega. Edda Indriðadóttir setti fjögur þessara meta, Kristján Árna-
son þrjú og Björn Baldursson eitt.
Ekki mun hafa verið haldið uppi skipulögðum æfingum í öðrum grein-
um skautaíþrótta en hraðhlaupi þennan vetur.
Skautamót veturinn 1952—53
SKAUTAMÓT ISLANDS 1953. Skautafélag Akureyrar sá um mótið
þetta ár. Eftir að því hafði verið frestað tvisvar eða þrisvar, fór það að
síðustu fram hjá Espihóli í Eyjafirði dagana 18.—19. febr. í karlaflokki
voru 10 skráðir til leiks, en aðeins 7 kepptu, allt Akureyringar. Þeir þrír
Reykvíkingar, sem skráðir voru til leiks, gátu ekki mætt. Emil Jónsson,SR>
og Þorsteinn Steingrímsson, Þr., höfðu verið fyrir norðan við æfingar, en
urðu að hverfa suður aftur, áður en tókst að halda mótið. íslandsmeistar-
inn frá árunum áður, Kristján Árnason, KR, kornst ekki norður í tæka
tíð. 1 kvennahlaupum voru aðeins tveir keppendur. Fyrri daginn hófsf
mótið kl. 3, en seinni daginn kl. 8,30 e. h. Fyrri daginn var logn og úr
komulaust, frost 4—5 stig. Seinni daginn var logn, en talsverð snjókoffla
Þá var ísinn upplýstur með gasluktum og bilum. Mótstjóri var Ármanr
Dalmannsson.
Úrslit jyrri dag: 500 in hl.karla: 1. Björn Baldursson 50,0 sek. (Ak.-met)-
2. Óskar Ingimarsson 51,1 sek.; 3. Hjalti Þorsteinsson51,2sek.;4. Guðlaugu'
Baldursson 514 sek. — ’(Í00 rn. hlaup harla: 1. Björn Baldursson 5:50.
(Isl.met); 2. Hjalti Þorsteinsson 5:57,4 iníu.; 3. Jón D. Ármannsson 5:58.3-
— 500 m. hlaup kvenna: 1. Edda Indriðadóttir 60,0 sek. (ísl.met); 2. Hólffl'
fríður Ólafsdóttir 65,8 sek. — 1500 m. hlaup kvenna: 1. Edda Indriðadóttii
3:19,1 mín. (ísl.met); 2. Hólmfriður Ólafsdóttir 3:42,3 mín.
Úrslit seinni dag: 1500 m. hlanp karla: 1. Hjalti Þorsteinsson 2:45.1
min.; 2. Björn Baldursson 2:45,2 mín.; 3. Óskar Ingimarsson 2:49,1 mín. "