Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 21
manns, eftir að Héraðsdómur íþróttabandalags Reykjavíkur hafði
kveðið upp úrskurð í því 10. febr. 1952.
Hinn 4. október 1953 kvað íþróttadómstóllinn upp dóm í málinu
og staðfesti hinn kærða úrskurð Héraðsdómstóls íþróttabandalags
Reykjavíkur.
2. Kæra Knattspyrnufélagsins Vals vegna íslandsmóts í Handknatt-
leik kvenna á ísafirði.
Héraðsdómstóll íþróttabandalags ísafjarðar kvað upp dóm í málinu
20. maí 1953, en íþróttabandalag Reykjavíkur áfrýjaði til íþróttadóm-
stólsins.
Samkvæmt þeirri venju, sem ríkt hefur hjá dómnum og dómstóllinn
taldi að rétt væri að leggja til grundvallar í þessu tilfelli, urðu allir
þeir dómendur, sem félagsbundnir voru i félögum, er hlut áttu að
máli, að víkja úr sæti, var það mikill meirihluti íþróttadómstólsins.
Varð því dómurinn óstarfhæfur í málinu, þar til sambandsráð ÍSÍ
gerði þá breytingu á dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ 24. apríl 1954, að
aldrei skyldu það margir dómendur víkja úr sæti, að dómstóllinn yrði
óstarfhæfur. í mótmælaskyni við þessa breytingu sagði Baldur Stein-
grímsson sig úr dóminum.
Dómurinn hefur komið nokkrum sinnum saman út af máli þessu
°g mun að ölltim líkindum kveða upp dóm sinn fyrir íþróttajjingið
n. k.
Ævifélagar ÍSÍ
hafa gerzt:
Einar Jónsson, forstjóri, Reykjavík.
Jón Pétursson, verzlunarmaður, Reykjavík.
Jón Finnbogason, verzlunarmaður, Reykjavík.
Jóhann Marel Jónasson, stórkaupmaður, Reykjavík.
Þórarinn Gunnarsson, gullsmiður, Reykjavík.
Arent Claessen, aðalræðismaður, Reykjavík.
Óðinn Geirdal, fulltrúi, Akranesi.
Eru þá ævifélagar ÍSÍ orðnir 377 að tölu.
19