Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 165
Mikið var um komur knattspyrnuflokka til ísafjarðar. Hinn 5. júnx kom
meistaraflokkur Víkings, sem lék 2 leiki:
ÍBÍ 1 - Víkingur 1.
ÍBÍ 0 — Víkingur 1.
Hinn 17. júlí kom blanclað lið úr meistaraflokki og 1. flokki íþrótta-
bandalags Akianess og lék 2 leiki:
ÍBÍ 2 — Akurnesingar 4.
Hörður 1 — Akurnesingar 4.
Himr 25. júlí kom 1. fl. Vals frá Reykjavík og lék 2 leiki við Hörð:
Hörður 0 — Valur 6.
Hörður 1 — Valur 3.
Hinn 1. ágúst kom 1. flokkur Vals og lék 2 leiki:
ÍBÍ 2 - Valur 2.
ÍBÍ 2 — Valur 5.
í lok ágúst kom 3. flokkur RR og lék 2 leiki gegn Herði:
Hörður 0 - KR 2.
Hörður 0 - KR 3.
í lok júní fór 1. fl. ÍBÍ til Reykjavíkur til þátttöku í landsmóti I. flokks,
og lék þar í B-iiðli með KR, Val og ÍA. Tapaði ÍBÍ fyrir Val með 1—4,
fy íir KR með 0—4 og fyrir ÍA með 0—4.
Reykjavík
Alls fóru fram 19 knattspyrnumót í Reykjavík á sumrinu og fyrri hluta
vetrar, og tókst ekki að ljúka því síðasta.
Eilend lið komu hingað 3, og háðu hér 13 leiki. Eitt félaganna, Fiam,
fór utan í keppnisför, og lagði leið sína til Þýzkalands, um miðjan ágúst.
A árinu bættist við nýtt meistaraflokksfélag, Þróttur, sem á ársþingi KSÍ
fékk undanþágu til þess að leika í meistaraflokksmótum, þar sem félagið
hafði áður ekki unnið sér rétt með því að sigra í landsmóti 1. flokks.
Fyrir aðalfundi knattspyrnuráðsins lágu tillögur um allverulegar breyt-
ingar á fyrirkomulagi knattspyrnumótanna, m. a. var þar lagt til að ís-
landsmótið yrði bundið við 6 félög, sem léku tvöfalt mót, og færu leikirnir
fram heima og heiman. Færi fyrri helmingur mótsins fram að haustinu, en
síðari hlutinn að vorinu. Var málið látið bíða fram yfir ársþing KSÍ, þar
sem það snerti fleiri félög en Reykjavíkurfélögin.
Stjórn KRR var þannig skipuð: Ólafur Jónsson (Víking), form., Sveinn
163