Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 190
4. Iþróttafél. Stefnir, Suðureyri við Súgandaíjörð. Virkir skíðamenn 25.
Form. Aðalsteinn Hallsson, Suðureyri.
5. Skíðafélag Fljótamanna. Virkir skíðamenn 25.
Form. Salómon Einarsson, Haganesvík.
6. SkiÖafélag Siglufjarðar — Skíðaborg. Virkir skíðamenn 190.
Form. Vigfús Friðjónsson, Siglufirði.
7. Skiðanefnd UÍA. Virkir skíðamenn 91.
Form. Gunnar Ólafsson, Neskaupstað.
8. Skiðaráð Akureyrar. Virkir skíðamenn 250.
Form. Hennann Stefánsson, Akureyri.
9. Skíðaráð Héraðssambands Strandamanna. Virkir skíðamenn 76.
Form. Arngrímur Ingimundarson, Odda, Bjarnarfirði.
10. Skiðaráð Isafjarðar. Virkir skíðamenn 145.
Form. Pétur Pétursson, Grænagarði, Isafirði.
11. Skiðaráð Reykjavikur. Virkir skiðamenn 318.
Form. Ragnar Ingólfsson, Búnaðarbankanum, Reykjavík.
Alls 11 sambandsfélög með 1262 virkuni skíðamönnum.
Þing SKÍ
Sjöunda skíðaþing Skíðasambands íslands var haldið í Reykjavík í fé-
lagsheimili knattspyrnufélagsins Vals 21. júní.
Formaður bauð fulltrúa velkomna til þings, cn þeir voru frá Akureyri,
Hafnarfirði, Siglufirði og Reykjavík, sérstaklega bauð hann velkominn
forseta ISI, Ben. G. Waage, en hann flutti þinginu kveðjur frá fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ.
Iþróttabandalag Akraness sótti uin inngöngu í SKÍ, og var umsóknin
samþykkt samhljóða.
Meðal þeirra mála, er þingið afgreiddi, var heimild til að skipta skíða-
landsmótinu í tvo staði. Er þá fyrirhugað, að Alpagreinarnar fari fram á
öðrum staðnum, en norrænu greinarnar á hinum. Ennfremur að semja
reglugerð' og stigatöflu fyrir þríkeppni (ganga, stökk, svig) og láta gera
skíðamerki til styrktar starfseminni.
Löggiltur var einn skíðadómari á árinu, Haraldur Jónsson, Jaðri, Reykja-
dal. Sem alþjóðaskíðadómarar voru útnefndir: Einar B. Pálsson, Gunnar
Hjaltason og dr. Sveinn Þórðarson.
Nokkrar breytingar voru gerðar á reglugerð um Skíðamót íslands, og
verður nú auglýst keppni í eftirtöldum greinum og aldursflokkum: