Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 144
leikinn var mikið rætt í dönskum blöðum um hættuna, sem cianska liðintl
stafaði a£ hinni miklu úthaldsæfingu, sem íslenzka liðið væri í, en því mið-
ur varð reynslan sú, að úthaldið var Achillesarhæll liðsins.
Liðin voru þannig skipuð:
Helgi Daníelsson (1) ísland
Karl Guðmundsson (7) Haukur Bjarnason (2)
Sveinn Helgason (5)
Sveinn Teitsson (1) Guðjón Finnbogason (1)
Ríkharður Jónsson (6) Pótur Georgsson (1)
Gunnar Gunnarsson (1) Þórður Þórðarson (3) Reynir Þórðarson (1)
-K
Jens P. Hansen (17) Holger Seebach (16) Erik Nielsen (2)
Esbjerg A. B. O. B.
Áge Rou Jensen, A.G.F. (13) Knud Ove Sörensen, Skovshoved (2)
Jörgen Olesen, A.G.F. (3) Erik Hansen, K.B. (5)
Poul Andersen, B 93 (6)
Jörgen Nielsen, B 1909 (0) Erik Köppen, K.B. (13)
Danmörk Per Henriksen, Frem (1)
Strax í byrjun leiksins hófu Danir sókn og skall hvert upphlaupið á fæt-
ur öðru á íslenzku vörninni og það var ekki fyrr en eftir 10 mín. leik, sem
íslenzka liðið tók að segja til sín, og um þann mund tókst Þórði að brjótast
fram hjá Andersen, sem brá Þórði, og var dæmd vítaspyrna. Ríkharður
skaut, en danska markverðinum tókst að verja og varð úr hornspyrna. Þeg-
ar 2 mín. voru til loka lék Sörensen á 3 varnarleikmenn og gaf fyrir til
Seebach, sem skoraði fyrsta mark leiksins, og leiddu Danir því með 1—0
í hléi.
Meginhluta síðari hálfleiks áttu Danir og var sem alveg nýtt íslenzkt lið
ka’irii inn á völlinn, svo gerbreytt var liðið. í fyrri hálfleik veitti því betur
og átti meira í leiknum, en í síðari hálfleiknum var svo af því dregið vegna
hitans, að það mátti sín lítils. Strax eftir 13 mín. kom mark nr. 2, er Seebach
skoraði eftir sendingu frá Erik Nielsen, og 7 mfn. síðar skaut J. P. Hansen,
en Helgi varði og hrökk knötturinn fyrir fætur Nielsen, sem skoraði, 3—0-
Þegar 5 mín. voru til leiksloka var dæmd vítaspyrna á Svein Helgason fyrir
hrindingu og skoraði Erik Hansen úr henni, og lyktaði leiknum þannig
með 4:0.
Þegar um stundarfjórðungur var eftir varð Ríkharður að yfirgefa völl-
142