Úrval - 01.12.1950, Side 12

Úrval - 01.12.1950, Side 12
8 ÚRVAL mínu, var erfitt fyrir mig að fá inni fyrir hana á ríkishæli, auk þess voru þau flest yfirfull, og börnin lifðu þar við strangan aga. Ó, hvað mig tók sárt að sjá börnin í þessum stóru her- bergjum þar sem þau sátu á bekkjum og biðu og biðu! „Eftir hverju eru þau að bíða?“ spurði ég eitt sinn leið- sögumann minn. „Þau eru ekki að bíða eftir neinu,“ sagði hann undrandi. „Þau sitja bara. Þau kæra sig ekki um annað.“ En ég vissi, að börnin biðu þess raunverulega, að eitthvað skemmtilegt kæmi fyrir þau. Ef til vill vissu þau ekki, að þau voru að bíða, en eigi að síður var það svo. Ég veit, að enginn hugur er svo formyrkv- aður, að hann skynji ekki sárs- auka og gleði. Leit minni að góðu heimili lauk á hæli einu þar sem ég hitti fyrir viðfeldinn og góðviljaðan forstöðumann. Hann var ekki sérlega áfjáður að taka dóttur mína. Hann sagðist ekki vita hvort mér mundi geðjast að hæl- inu, en við gætum litið á það. Ég sá, að bros færðist yfir and- lit barnanna þegar þau sáu hann, og þau komu hlaupandi til að fagna Ed frænda, eins og þau kölluðu hann. Hann gaf sér tíma til að leika við þau, lofaði þeim að taka utan um fæturna á sér og leita í vösum sínum að súkkulaðimolum — ekki það stórum molum, að þeir spilltu matarlyst barnanna. Hann þekkti öll börnin og talaði vingjarnlega við fóstrurnar. Húsakynnin voru skemmtileg og rúmgóð, og ég sá börnin leika sér í garðinum eins og þau væru heima hjá sér. Ég sá ein- kunnarorð hælisins víða: á veggjum, á bréfsefnum og yfir skrifborði f orstöðumannsins: „Ánægjan fyrst, og allt annað kemur á eftir.“ „Þetta er ekki út í bláinn,“ sagði hann. „Það er reynsla okkar, að einungis ánægð börn geta lært.“ Dag einn í september kom ég með litlu stúlkuna mína á hæl- ið. Við gengum um til að venja hana við nýju leikvellina og ég fór með hana þangað sem rúmið hennar stóð. Við töluðum við stúlkuna, sem átti að gæta hennar og deildarhjúkrunarkon- una. Barnið hélt sér dauðahaldi í mig. Ég veit ekki hvað fór fram í litla kollinum hennar, en ég held að hana hafi grunað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.