Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 12
8
ÚRVAL
mínu, var erfitt fyrir mig að
fá inni fyrir hana á ríkishæli,
auk þess voru þau flest yfirfull,
og börnin lifðu þar við strangan
aga. Ó, hvað mig tók sárt að
sjá börnin í þessum stóru her-
bergjum þar sem þau sátu á
bekkjum og biðu og biðu!
„Eftir hverju eru þau að
bíða?“ spurði ég eitt sinn leið-
sögumann minn.
„Þau eru ekki að bíða eftir
neinu,“ sagði hann undrandi.
„Þau sitja bara. Þau kæra sig
ekki um annað.“
En ég vissi, að börnin biðu
þess raunverulega, að eitthvað
skemmtilegt kæmi fyrir þau.
Ef til vill vissu þau ekki, að
þau voru að bíða, en eigi að
síður var það svo. Ég veit, að
enginn hugur er svo formyrkv-
aður, að hann skynji ekki sárs-
auka og gleði.
Leit minni að góðu heimili
lauk á hæli einu þar sem ég hitti
fyrir viðfeldinn og góðviljaðan
forstöðumann. Hann var ekki
sérlega áfjáður að taka dóttur
mína. Hann sagðist ekki vita
hvort mér mundi geðjast að hæl-
inu, en við gætum litið á það.
Ég sá, að bros færðist yfir and-
lit barnanna þegar þau sáu
hann, og þau komu hlaupandi
til að fagna Ed frænda, eins og
þau kölluðu hann. Hann gaf sér
tíma til að leika við þau, lofaði
þeim að taka utan um fæturna
á sér og leita í vösum sínum
að súkkulaðimolum — ekki það
stórum molum, að þeir spilltu
matarlyst barnanna. Hann
þekkti öll börnin og talaði
vingjarnlega við fóstrurnar.
Húsakynnin voru skemmtileg
og rúmgóð, og ég sá börnin
leika sér í garðinum eins og þau
væru heima hjá sér. Ég sá ein-
kunnarorð hælisins víða: á
veggjum, á bréfsefnum og yfir
skrifborði f orstöðumannsins:
„Ánægjan fyrst, og allt annað
kemur á eftir.“
„Þetta er ekki út í bláinn,“
sagði hann. „Það er reynsla
okkar, að einungis ánægð börn
geta lært.“
Dag einn í september kom ég
með litlu stúlkuna mína á hæl-
ið. Við gengum um til að venja
hana við nýju leikvellina og ég
fór með hana þangað sem rúmið
hennar stóð. Við töluðum við
stúlkuna, sem átti að gæta
hennar og deildarhjúkrunarkon-
una. Barnið hélt sér dauðahaldi
í mig. Ég veit ekki hvað fór
fram í litla kollinum hennar, en
ég held að hana hafi grunað