Úrval - 01.12.1950, Page 23
FORMÁLI AÐ SJÁLFSÆVISÖGUBROTI
Svo virtist sem hún vissi ýmis-
legt, sem ég hafði aldrei sagt
neinum. Nokkrum dögum seinna
minntist ég á það við einn vin
minn (William Archer), að ég
hefði svolítið verið að fikta við
að lesa í lófa. Hann rétti und-
ir eins fram höndina og skoraði
á mig að segja sér eitthvað úr
lífi sínu, sem ég hefði ekki feng-
ið vitneskju um gegnum kunn-
ingsskap okkar. Ég sagði ná-
kvæmlega það sama um hann
og spákonan hafði sagt um mig.
Hann varð undrandi eins
og ég. Við höfðum haldið, að
reynsla okkar væri einstök, þótt
sannleikurinn væri sá, að hún
væri að níutíu og níu hundraðs-
hlutum hin sama hjá báðum;
og á hinn eina hundraðshluta
hafði spákonan ekkert minnzt.
Það var eins og ef tveir ap-
ar tryðu því, að beinagrind-
ur þeirra væru einstakar. Um
eitt eða tvö bein mátti slíkt til
sanns vegar færa; því að líf-
færafræðingar segja okkur, að
engar tvær beinagrindur séu ná-
kvæmlega eins. Af því leiðir, að
apinn hefur fullan rétt á að
sýna þetta eina bein (eða tvö)
sem fágæti; en öll hin verður
hann að líta á sem algerlega
óviðkomandi öðrum, ef hann vill
forðast að vera til óþolandi leið-
inda.
Og í þessu eru fólgnir erfið-
leikar mínir sem sjálfsævisögu-
ritara. Hvernig á ég að finna
og lýsa þessum eina hundraðs-
hluta af sjálfum mér, sem grein-
ir mig frá öðrum lánsamari eða
ólánsamari mönnum? Hvað er
athyglisvert við ítarlega frá-
sögn af því hvernig Smiður
fæddist í Hástræti 6 og óx og
óx unz hann var tvítugur, þeg-
ar Brown, Jones og Robinson,
sem fæddust í Hástræti 7, 8 og
9, uxu, nærðust, gengu örna
sinna, klæddust og afklæddust,
bjuggu og fluttu nákvæmlega
eins og Smiður ? Til þess að ævi-
saga Smiðs eigi rétt á sér, verð-
ur hann að hafa lent í ævin-
týrum. Eitthvað sérstakt verð-
ur að hafa komið fyrir hann.
Nú hef ég ekki lent í nein-
um hetjulegum ævintýrum. Það
hefur ekkert komið fyrir mig;
aftur á móti hef ég látið ýmis-
legt koma fyrir, en það hefur
allt tekið á sig mynd bóka og
leikrita. Lesið bækurnar eða
horfið á leikritin, og þá hafið
þið alla sögu mína; afgangurinn
er ekki annað en morgunverð-
ur, hádegisverður, kvöldverður,
svefn og þvottur, sama hring-
3*