Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 25
PORMÁLI AÐ SJÁLFSÆVISÖGUBROTI
21
eins hefði getað komið fyrir
Wickens, Pickens eða Stic-
kens, að ævisagnaritarar hans
hafa bókstaflega þurrkað hann
út fyrir þeim sem ekki lesa bæk-
ur hans, og stórspillt mynd hans
fyrir þeim sem lesa þær.
Þessvegna sýna ævisögubrot-
in í þessari bók mig ekki frá
sjónarmiði sjálfs mín, sem ég
að sjálfsögðu er jafnóvitandi um
og bragðið að vatni, af því að
ég hef það alltaf í munninum.
Þau segja einkum frá því, sem
mönnum hefur yfirsézt eða þeir
misskilið. Ég hef t. d. bent á,
að drengur, sem þekkir meist-
araverk nútímatónlistar sé
raunverulega betur menntaður
en sá, sem þekkir aðeins meist-
araverk forngrískra og róm-
verskra bókmennta. Ég hef
varpað ljósi á hið ömurlega hlut-
skipti þeirra ungmenna, sem ég
kalla „Downstart" og sam-
kvæmt erfðum tilheyra auð-
stéttinni, en eiga feður, sem
hafa ekki efni á að kosta þá til
háskólanáms. Þessi ungmenni
hljóta að erfðum þjóðfélags-
stöðu, en hvorki efni né mennt-
un til að skipa hana, og verða
því ekki annað en auralausir
spjátrungar. Ég hef talið tíma-
bært að vara unga menn við
því, að það sé eins hættulegt
að vita of mikið og að vita of
lítið, jafnviðsjárvert að vera
of góður og of vondur, og að
öruggast sé að vita, trúa og
gera það sem allir vita, trúa
og gera.
Ég minnist á þessi atriði ekki
af því að ég hafi orðið fyrir
óbærilegum ofsóknum eða verið
myrtur enn sem komið er, held-
ur af því að þau snerta alla
stétt mína, Downstartstéttina,
og geta, ef þau eru greinilega
skýrð og skilin, hjálpað til að
vekja stéttarvitund hennar og
bæta hegðun hennar. Þannig
brýt ég, af óforbetranlegri á-
stríðu fræðarans, þau lögmál
ævisagnaritunar, sem ég byrj-
aði með þessi afsökunarorð, með
því að segja ykkur lítið um sjálf-
an mig, sem ekki hefði getað
komið fyrir þúsundir Shawa og
miljónir Smiða. Ef til vill kunna
sálkönnuðir okkar að finna í
slíku leiðindaefni vísbendingar,
sem mér hefur sézt yfir.
oo ★ co