Úrval - 01.12.1950, Page 28
24
ÚRVAL
Það er þessi hugsunarlausa
'krafa um tilgang, sem skapar
kómedíuna. Þér biðjið um álit
mitt í nokkrum orðum, þó að
við séum enn ármiljónir frá því
marki að sjá heiminn eins og
hann er í raun og veru. Við er-
um enn ungbörn að vitsmunum:
það er ef til vill þessvegna,
sem andlitssvipur ungbarnsins
minnir svo mjög á sprenglærð-
an heimspeking. Öll hugarorka
þess er bundin við baráttuna til
að ná valdi yfir líkamsskynjun-
um sínum. Það er að læra að
túlka skynjanir augna sinna,
eyrna, nefs, tungu og fingur-
góma. Það fagnar af hlægilegri
kæti ómerkilegu leikfangi, og
skelfist meinlausar grýlur. Eins
er um okkur: við erum jafn-
mikil börn í heimi hugsunarinn-
ar og við vorum á öðru ári 1
heimi skilningarvitanna. Menn-
irnir eru ekki raunverulegir
menn í augum okkar: þeir eru
hetjur eða þorparar, heiðarleg-
ir menn eða glæpamenn. Eigin-
leikar þeirra eru dyggðir eða
lestir; náttúrulögmálin sem
stjórna þeim eru guðir eða
djöflar; örlög þeirra umbun
eða friðþæging; hugsanagangur
þeirra lögmál orsaka og afleið-
inga — með hestinn allajafna
á eftir vagninum. Þeir koma til
mín með höfuðið fullt af þessu
samsulli, sem þeir kalla „tilver-
una“, og spyrja mig hver sé til-
gangur hennar, rétt eins og ég
eða einhver annar væri alvitur
guð, sem gæti sagt þeim það.
Kúnstugt, finnst yður ekki ?
En þegar þeir kveða upp
skeljadóma*, refsa, myrða og
heyja stríð til að neyða upp á
aðra hinum afkáralegu trúar-
brögðum sínum og andstyggi-
legu glæpasiðgæði, þá verður
kómedían að harmleik. Nóg um
það. Þér ætlist til að ég skegg-
ræði um hið algera, um veru-
leikann, um hina fyrstu orsök
og svari spurningunni miklu.
Þegar ég sé þessi orð á prenti,
fer bókin beint í pappírskörf-
una. Verið þér sælir.
* Skeljadómur var útlegðardóm-
ur, sem tíðkaðist í Aþenu á 6. og 5.
öld f. Kr. Á hverju ári voru borgar-
búar spurðir að því hvort þeir vildu
kveða upp skeljadóma, ef svarið var
já, skrifaði hver sem vildi á skeljar-
brot nafn þess manns, sem hann vildi
gera útlægan. Sá sem fékk nafn sitt
skráð á flest skeljarbrot varð svo
að fara í útlegð næstu tíu ár. - Þýð.
oo ★ oo