Úrval - 01.12.1950, Page 31
TOKYO Á MÓTUM AUSTURS OG VESTURS
27
tíðarinnar í hefðbundnu formi, í
viðurvist áhorfenda, sem sitja
klukkustundum saman í óhituðu
húsinu, æpandi af hrifningu eða
flóandi í tárum þegar stígand-
inn nálgast hámark.
Hinn japanski stórborgarbúi
er eins og borgin sjálf klofinn
persónuleiki. Á daginn gengur
hann í vestrænum fötum og sit-
ur á stól í skrifstofunni, en á
kvöldin klæðist hann japanskri
skikkju og situr á hækjum sín-
um.
Sérhver japani, sem einhvers
má sín, hefur í húsi sínu útlenda
stofu, búna húsgögnum í
drungalegum stíl viktoríutíma-
bilsins. Þangað bíður hann út-
Iendum gestum sínum með
hreykni þess manns, sem veit
hvað við á og getur boðið upp á
það. Önnur herbergi hússins eru
einföld og snyrtileg, allt í þeim
hefur verið valið af umhyggju
og komið fyrir af enn meiri um-
hyggju; en útlenda stofan er
stolt og gleði húsbóndans, því að
allir vestrænir hlutir eru ímynd
auðs og áhrifa, gagnsemi og
framfara, og Ijótleik þeirra er
tekið með rósemi, sem stað-
reynd, er ekki verði umflúin: öll
gagnrýni er svæfð.
En það kemur illa við þá ef
þeir finna, að sýningin tekst
ekki sem skyldi. Sagt er, að þeg-
ar þingmenn í japanska þinginu
(Diet) fóru í fyrsta skipti í
evrópsk föt, hafi þeir eftir ítar-
legar umræður orðið ásáttir um
að buxurnar ættu að snúa þann-
ig að klaufin væri aftan á rass-
inum; og þegar mistökin upp-
lýstust, var einskis látið ófreist-
að að ná öllum þeim ljósmynd-
um, sem teknar höfðu verið af
þingmönnunum í öfugum bux-
unum, og þung viðurlög voru
sett við því að birta þær opin-
berlega.
Þessi mistök eru ekki eins
fráleit og ætla mætti, því að
hinar ýmsu flíkur vestræns
fatnaðar eru að sjálfsögðu jafn-
torkennilegar ókunnugum og
japönsk föt eru vesturlanda-
mönnum.
Þannig er þá Tokyo í dag,
klofin og ráðvillt. Sennilega eru
bófar og kommúnistar þeir einu
í borginni, sem gera sér ljósa
grein fyrir markmiði sínu. Utan
við hinn óbrotna heim þeirra er
annar heimur, þar sem ríkir
ringulreið og yfirdrepsskapur,
þjáning og vonleysi. Hér og þar
sker í augun eymdin, sem kom í
kjölfar ósigursins. Á nóttinni
eru járnbrautarstöðvarnar full-