Úrval - 01.12.1950, Síða 36
32
ÚRVAL,
fram þakkir sínar við húsfreyj-
una, og hélt áfram ferð sinni
ásamt ,,bróðurdóttur“ sinni.
Auðvitað þráspurði hann stúlk-
una, en var jafnnær unz þau
komu til Avignon. Þá dró stúlk-
an fram bréf úr barmi sínum,
rétti honum og sagði: „Greifa-
frúin bað mig að fá yður þetta,
þegar við kæmum til Avignon.“
Riddarinn braut innsiglið ákaf-
ur. I bréfinu stóð aðeins eitt
orð: ,,Henriette“, en þegar hann
sá .það, náfölnaði hann og sat
grafkyrr og sinnulaus í heilan
stundarfjórðung. Þá færðist líf
í hann, og hann brast í ákafan
grát. Það leið góð stund áður
en hann hafði náð nægilegri
stjórn á sér til að fara inn í
gistihúsið, þar sem hann tók aft-
ur fyrri gleði sína og bað um
að borinn yrði dýrindis kvöld-
verður handa tveimur upp í her-
bergi sitt.
Riddarinn de Seingalt er nú
betur þekktur undir hinu rétta
nafni sínu — Jacques Casanova.
„Dökkhærða blómarósin" var
glaðlynd stúlka frá Feneyjum,
sem Casanova hafði tekið frá
yngra bróður sínum, af því að
honum fannst hann ósamboð-
inn henni. Um Henriette vitum
við það eitt, að hún hét Henri-
„Store nordiske Konversa-
tions Leksikon" gefur nokkuð
aðra mynd af Casanova en með-
fylgjandi grein. Þar segir m.a.:
„Casanova fékk að lokum hæli
í höll Waldsteins greifa i Bæ-
heimi. Þar lifði hann síðustu
ár ævi sinnar sem bókavörður,
og þar skrifaði hann hinar
frægu endurminningar sínar.
Hann skrifaði þær á frönsku og
komu þær seinna út undir heit-
inu Memoires écrits par lui-
méme (Endurminningar skrif-
aðar af sjálfum mér). Hann
kemur þar fram sem leikinn og
fjörmikill rithöfundur. Það er
mikill hraði og dramatískur
kraftur í mörgum frásögnum
hans, sem jafnframt hafa mik-
ið menningarsögulegt gildi. Það
getur ekki verið undrunarefni,
að andinn í endurminningum
Casanova er takmarkalaus
kaldhyggja, og að léttúðugar
ástalífslýsingar skipa þar mik-
ið rúm ■— en Casanova er, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, að-
eins óhugnanlega hreinræktað
afsprengi síns tíma, langt yfir
meðallag að gáfum og öfga-
fyllri í ólifnaði sínum —- barn
hins deyjandi rokokotíma.11
ette. En af öllum konum var hún
sú, sem hann elskaði mest, naut
með sameiginlegs unaðar í rík-
ustum mæli og syrgði af mestri
einlægni. Og samt vissi hann
aldrei önnur deili á henni en
þau, að hún hét Henriette.
Fundum þeirra bar fyrst sam-
an fimmtán árum fyrir atburð-
inn í höllinni, þegar Casanova