Úrval - 01.12.1950, Side 39
ÆVI OG ÁSTIR CASANOVA
35
var sjúkur, útlægur og snauð-
ur. Hann var búinn að gleyma
Henriette; að minnsta kosti
hafði hann gleymt, að þau hefðu
dvalizt í þessu gistihúsi, þangað
til ha,nn sá áletrunina á rúðunni.
Þrem árum þar á eftir, á leið
frá Marseilles til Avignon, hafði
hann séð hana aftur án þess
að þekkja hana. Sex árum síð-
ar mættust leiðir þeirra aftur.
Casanova var á leið um Aix,
vinafár, fátækur og sjúkur;
hann hefði hæglega getað dáið
þá, ef einhver góður engill hefði
ekki skipað svo fyrir, að hann
yrði fluttur í þægileg húsakynni
og veitt hjúkrun og beini. Hann
komst að því hjá hjúkrunarkon-
unni, að hinn góði engill væri
greifafrúin, sem hafði hulið and-
lit sitt fyrir honum sex árum
áður (ekki þó af leynd heldur
af hryggð: Henriette hafði glat-
að fegurð sinni og gat ekki af-
borið að hann vissi, að hún hefði
breytzt!).
Jacques Casanova, hetjan í
þessu og þúsundum annarra æv-
intýra, var fæddur í Feneyjum
1725. Foreldrar hans voru um-
ferðaleikarar og fólu hann eins
árs gamlan í umsjá ömmu hans.
Eins og oft er um afburðamenn
þroskuðust sérhæfileikar hans
seint. Þegar hann var tólf ára,
stal hann peningum frá kennara
sínum til þess að kaupa hring
handa lítilli stúlku, sem hafði
kysst hann, en það var aðeins
saklaust þakklæti. Fimmtán ára
var hann enn svo uppburðarlaus,
að stúlkan, sem færði honum
morgunverðinn, gat smeygt sér
undir sængina hans til að hlýja
sér á meðan hann borðaði, af-
skiptalaus af hans hálfu. Hún
sagði, að það væri öllu óhætt,
hann væri ekki aðeins guðfræði-
stúdent heldur líka rola.
Casanova iðraðist þessa fram-
taksleysis alla ævi, og þetta
sama ár bjóst hann til að bæta
fyrir það í skiptum sínum við
systurnar Nanette og Marton,
sem höfðu látið í ljós samúð
sína, þegar vinkona þeirra An-
gela vísaði honum á bug. Casa-
nova stakk upp á, að hann kæmi
til þeirra og læsi fyrir þær kvæði
heilt kvöld, og varð það úr. Þeg-
ar kólna tók, sagði hann, að ef
þær vildu sýna samúð sína í
verki, ættu þær að ylja honum
undir sæng. Þær urðu skelfdar
í fyrstu, en hann benti þeim á,
að þær hefðu ekkert að óttast,
tvær á móti einum. Þær tóku á-
skoruninni, en einhvers staðar
hefur verið veila í varnaráætlun