Úrval - 01.12.1950, Page 39

Úrval - 01.12.1950, Page 39
ÆVI OG ÁSTIR CASANOVA 35 var sjúkur, útlægur og snauð- ur. Hann var búinn að gleyma Henriette; að minnsta kosti hafði hann gleymt, að þau hefðu dvalizt í þessu gistihúsi, þangað til ha,nn sá áletrunina á rúðunni. Þrem árum þar á eftir, á leið frá Marseilles til Avignon, hafði hann séð hana aftur án þess að þekkja hana. Sex árum síð- ar mættust leiðir þeirra aftur. Casanova var á leið um Aix, vinafár, fátækur og sjúkur; hann hefði hæglega getað dáið þá, ef einhver góður engill hefði ekki skipað svo fyrir, að hann yrði fluttur í þægileg húsakynni og veitt hjúkrun og beini. Hann komst að því hjá hjúkrunarkon- unni, að hinn góði engill væri greifafrúin, sem hafði hulið and- lit sitt fyrir honum sex árum áður (ekki þó af leynd heldur af hryggð: Henriette hafði glat- að fegurð sinni og gat ekki af- borið að hann vissi, að hún hefði breytzt!). Jacques Casanova, hetjan í þessu og þúsundum annarra æv- intýra, var fæddur í Feneyjum 1725. Foreldrar hans voru um- ferðaleikarar og fólu hann eins árs gamlan í umsjá ömmu hans. Eins og oft er um afburðamenn þroskuðust sérhæfileikar hans seint. Þegar hann var tólf ára, stal hann peningum frá kennara sínum til þess að kaupa hring handa lítilli stúlku, sem hafði kysst hann, en það var aðeins saklaust þakklæti. Fimmtán ára var hann enn svo uppburðarlaus, að stúlkan, sem færði honum morgunverðinn, gat smeygt sér undir sængina hans til að hlýja sér á meðan hann borðaði, af- skiptalaus af hans hálfu. Hún sagði, að það væri öllu óhætt, hann væri ekki aðeins guðfræði- stúdent heldur líka rola. Casanova iðraðist þessa fram- taksleysis alla ævi, og þetta sama ár bjóst hann til að bæta fyrir það í skiptum sínum við systurnar Nanette og Marton, sem höfðu látið í ljós samúð sína, þegar vinkona þeirra An- gela vísaði honum á bug. Casa- nova stakk upp á, að hann kæmi til þeirra og læsi fyrir þær kvæði heilt kvöld, og varð það úr. Þeg- ar kólna tók, sagði hann, að ef þær vildu sýna samúð sína í verki, ættu þær að ylja honum undir sæng. Þær urðu skelfdar í fyrstu, en hann benti þeim á, að þær hefðu ekkert að óttast, tvær á móti einum. Þær tóku á- skoruninni, en einhvers staðar hefur verið veila í varnaráætlun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.