Úrval - 01.12.1950, Síða 48
44
ÚRVAL
framt bað hún lækninn að líta
til konunnar morguninn eftir.
Læknirinn skrifaði lyfseðilinn í
grandaleysi, og morguninn eftir
fór hann þangað, sem „hjúkr-
unarkonan" hafði beðið hann að
koma, en þar könnuðust menn
hvorki við prestskonuna né
,,hjúkrunarkonuna“. Hann ók þá
til lyf jabúðarinnar þar sem hon-
um var sagt, að ung kona hefði
komið með lyfseðil kvöldið
áður. Hún hafði verið yfirhafn-
ar'laus og sagt að sér lægi mik-
ið á, því að gömul kona, sem
hún væri með á ferðalagi, hefði
allt í einu orðið veik og þyrfti
að fá morfín. Insúlínið, sem einn-
ig var á lyfseðlinum, gæti hún
fengið morguninn eftir, á því
lægi ekki, ef lyf jabúðin vildi að-
ins senda það í tiltekna götu í
bænum. Hún myndi því miður
ekki húsnúmerið, það væri hjá
skyldfólki gömlu konunnar, en
hún skyldi sjá til þess að hvít-
ur vasaklútur yrði hengdur út
á limgirðinguna við veginn, svo
að sendillinn gæti fundið það.
Lyfið yrði svo greitt við mót-
töku; hún hefði því miður ekki
peninga á sér, þetta hefði bor-
ið svo brátt að, að hún hefði
ékki haft rænu á að taka þá
með.
I lyfjabúðinni grunaði engan
neitt, morfínið var afgreitt, og
daginn eftir var sent með in-
súlínið og reikning fyrir hvoru-
tveggja — en sendillinn sá
hvergi hvítan vasaklút. Nokkru
seinna var þessi sami læknir í
hópi nokkurra starfsbræðra í
nágrannabæ. Hann sagði frá
þessu atviki, og kom þá í ljós,
að tveir aðrir læknar höfðu orð-
ið fyrir sömu reynslu.
Til þess að koma í veg fyrir
misnotkun, er svo fyrirmælt, að
morfín megi aðeins afgreiða einu
sinni út á sama lyfseðil. Þegar
afgreitt hefur verið út á lyfseð-
ilinn, er stimplað á hann „ógild-
ur“. Áður fyrr notuðu lyfsalar
til þess gúmmístimpla, en mor-
fínistarnir uppgötvuðu, að hægt
var að strjúka út stimpilmerkið,
ef lyfseðlinum var fyrst dýft í
þunna eggjahvítuupplausn, og
þannig gátu þeir oft fengið mor-
fín út á sama lyfseðilinn. Til
að sjá við þessu eru nú alltaf
notaðir stimplar, sem höggva
letrið gegnum lyfseðilinn.
Lækning morfínista verður
aðeins framkvæmd með einu
móti: að þeir leggist á lokaða
deild í sjúkrahúsi, annað hvort
á taugalækningadeild eða geð-
veikrahæli. Það er ekki hægt