Úrval - 01.12.1950, Side 56
52
tTRVAL
um skugga nokkurra birkitrjáa
. . . Hann stóð enn kyrr.
Hann var alveg ráðvilltur.
Hann vissi ekki hvort hann átti
að fara til hægri eða vinstri,
hann hafði ekki hugmynd um í
hvaða átt húsið sitt var. Hon-
um hafði verið varpað á ein-
hvern depil í alheimirium, hann
þekkti þenna depil, vissi hvar
hann var staddur, en engin lína
tengdi hann við annan depil —
þangað sem hann vildi fyrir
hvern mun komast. Og þó sá
hann þenna depil greinilega:
hann sá girðinguna og stíginn,
sem lá milli gamalla limgirð-
inga upp að tröppunum. Hann
sá grænmálaða hurðina, látúns-
skiltið, bjölluhnappinn á hvítum
dyrastafnum, sem þarfnaðist
málningar, hann sá þetta allt
greinilega í huganum. En milli
alls þessa og depilsins, sem hann
stóð á nú, lá regindjúp
gleymsku, óyfirstíganlegt, ó-
skiljanlegt.
Lestin rann af stað bak við
hann, hann heyrði höggin þeg-
ar hjólin runnu yfir samskeyti
sporanna. Hann sneri sér við,
leit í kringum sig: í hvaða átt
átti hann að fara? Ekki gat
hann gengið eitthvað út í bláinn,
það náði ekki nokkurri átt.
Fólkinu fækkaði á brautar-
pöllunum. Burðarkarl ýtti á
undan sér vagni með vörum
gegnum hliðið á girðingunni;
hann ætti kannski að fara til
burðarkarlsins og biðja hann
ásjár? Allir þekktu hann, hvort
eð var, og burðarkarlinn mundi
strax geta leyst úr vandræðum
hans. En hann gat ekki fengið
sig til að gera það; það væri
alltof fráleitt: „Góðan daginn.
Getið þér sagt mér hvar ég á
heima?“ Burðarkarlinn gæti
fengið slag!
En hann gat heldur ekki stað-
ið hér til eilífðar . . . Hægt og
á báðum áttum gekk hann á eft-
ir manninum með vagninn;
hann gekk hægt fram hjá blað-
söluturninum og nam staðar á
sandflötinni bak við hann. Þar
stóð hann kyrr í steikjandi sól-
arhitanum.
Hvernig gat hjálparleysi
manneskjunnar verið svo ólýs-
anlega mikið, svo yfirmáta? Hér
stend ég, fullorðinn maður . . .
Og ég veit hvert ég vil fara, ég
þekki takmark mitt, þekki það
út í æsar. Ég ber það alltaf með
mér, hér í hjarta mínu ber ég
það, það er orðið samvaxið mér,
hluti af lífi mínu. Ég treysti
meira á það en nokkuð annað