Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 56

Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 56
52 tTRVAL um skugga nokkurra birkitrjáa . . . Hann stóð enn kyrr. Hann var alveg ráðvilltur. Hann vissi ekki hvort hann átti að fara til hægri eða vinstri, hann hafði ekki hugmynd um í hvaða átt húsið sitt var. Hon- um hafði verið varpað á ein- hvern depil í alheimirium, hann þekkti þenna depil, vissi hvar hann var staddur, en engin lína tengdi hann við annan depil — þangað sem hann vildi fyrir hvern mun komast. Og þó sá hann þenna depil greinilega: hann sá girðinguna og stíginn, sem lá milli gamalla limgirð- inga upp að tröppunum. Hann sá grænmálaða hurðina, látúns- skiltið, bjölluhnappinn á hvítum dyrastafnum, sem þarfnaðist málningar, hann sá þetta allt greinilega í huganum. En milli alls þessa og depilsins, sem hann stóð á nú, lá regindjúp gleymsku, óyfirstíganlegt, ó- skiljanlegt. Lestin rann af stað bak við hann, hann heyrði höggin þeg- ar hjólin runnu yfir samskeyti sporanna. Hann sneri sér við, leit í kringum sig: í hvaða átt átti hann að fara? Ekki gat hann gengið eitthvað út í bláinn, það náði ekki nokkurri átt. Fólkinu fækkaði á brautar- pöllunum. Burðarkarl ýtti á undan sér vagni með vörum gegnum hliðið á girðingunni; hann ætti kannski að fara til burðarkarlsins og biðja hann ásjár? Allir þekktu hann, hvort eð var, og burðarkarlinn mundi strax geta leyst úr vandræðum hans. En hann gat ekki fengið sig til að gera það; það væri alltof fráleitt: „Góðan daginn. Getið þér sagt mér hvar ég á heima?“ Burðarkarlinn gæti fengið slag! En hann gat heldur ekki stað- ið hér til eilífðar . . . Hægt og á báðum áttum gekk hann á eft- ir manninum með vagninn; hann gekk hægt fram hjá blað- söluturninum og nam staðar á sandflötinni bak við hann. Þar stóð hann kyrr í steikjandi sól- arhitanum. Hvernig gat hjálparleysi manneskjunnar verið svo ólýs- anlega mikið, svo yfirmáta? Hér stend ég, fullorðinn maður . . . Og ég veit hvert ég vil fara, ég þekki takmark mitt, þekki það út í æsar. Ég ber það alltaf með mér, hér í hjarta mínu ber ég það, það er orðið samvaxið mér, hluti af lífi mínu. Ég treysti meira á það en nokkuð annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.