Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 60
56
ÚRVAL
hafi orðið mánaðargömlu barni
að bana. En venjulega gerir það
vart við sig á miðjum aldri.
Hjá frumstæðum þjóðum, aust-
urlandaþjóðum og fábjánum er
það mjög sjaldgæft. Og af ó-
kunnum orsökum hverfur
magasár hjá konum meðan þær
eru barnshafandi.
Magasárið er fylgifiskur hins
eirðarlausa og yfirspennta lífs
nútímans og hefur stundum
verið kallað „svipa menningar-
innar“. Á undanförnum árum
hafa nýjar aðferðir til lækninga
á magasári komið fram á sjón-
arsviðið með stuttu millibili, og
mun mega finna lýsingar á yf-
ir hundrað slíkum aðferðum í
læknisfræðitímaritum og bók-
um, þar á meðal lækningar með
vítamínum, hormónum, amínó-
sýrum o. fl. En hingað til hef-
ur engin aðferð reynzt jafn-
árangursrík og strangt matar-
æði, sem læknar um 80% allra
magasára. Magasárssjúklingar
verða að læra að forðast krydd-
aðan mat og tormeltan, og
borða mikið af alkalískri fæðu
svo sem mjólk og rjóma. Þeg-
ar ekki tekst að lækna maga-
sárið með mataræði og rönt-
gentmynd sýnir, að sárið er að
því komið að éta gat á mag-
ann, er vanalega gripið til
uppskurðar.
Magasársuppskurður af al-
gerlega nýju tagi var í fyrsta
skipti gerður 1943, og má segja,
að tilkoma hins nýja lyfs,
banthine, sé bein afleiðing hans.
Það var kunnur skurðlæknir í
Chicago, dr. Lester R. Drag-
stedt, sem gerði þennan upp-
skurð.
Dr. Dragstedt vissi, að taug-
in víðförla (nervus vagus)
stjórnar starfsemi magakirtl-
anna. Þessi taug á upptök sín
í heilanum og liggur niður háls-
inn til hjartans, magans og ann-
arra líffæra og stjórnar hreyf-
ingum þeirra. Af dýratilraun-
um hafði komið í Ijós, að
með því að erta þessa taug með
rafstraum jókst framleiðsla
magasafans geysimikið.
Var ekki líklegt að svipað
mundi ske hjá mönnunum?
hugsaði dr. Dragstedt. Hugsan-
Iegt væri, að fyrir áhrif lang-
varandi andlegrar áreynslu og
taugaæsings yrði taugin víð-
förla fyrir ertingu, sem leiddi til
offramleiðslu á sýru í magan-
um, og hún æti síðan sár á
magann.
Ef þessi tilgáta var rétt,.
væri reynandi að skera í sund-