Úrval - 01.12.1950, Síða 62
58
ÚRVAL
hafði áhrif á taugina víðförlu.
Eftir þessar byrjunartilraun-
ir hófu dr. Grimsson og aðstoð-
armenn hans lækningar á maga-
sári með banthine. Það kom
strax í ljós, að lyfið hafði skjót
og góð áhrif. Á fyrstu 28 sjúkl-
ingana hafði það nákvæmlega
eins áhrif. Hinn óþægilegi
sviðaverkur, sem jafnan fylgir
magasárij hvarf samstundis,
hjá sumum jafnvel eftir nokkr-
ar mínútur, og meðan þeir héldu
áfram að taka lyfið fundu þeir
alls engin óþægindi. Röntgen-
myndir voru teknar af þeim
með jöfnu millibili til þess að
fylgjast með því hvernig sárin
hefðust við.
Á átta mánuðum gaf dr.
Grimsson 65 sjúklingum ban-
thine. Árangurinn var frábær
— nema hjá þremur sjúkling-
um. Þegar þeir höfðu fengið
banthine í tvær, fimm og sex
vikur án þess að losna við sviða-
verkinn, ákvað hann að skera
þá upp. Kom þá í ljós hjá
þeim öllum, að svo mikil ör
voru við neðra op magans, að
tæming hans gekk mjög seint.
En í mögum þeirra var ekkert
ógróið sár.
Hið nýja lyf er geysileg fram-
för frá eldri lyfjum og mjög
þægilegt í notkun. Sjúklingur-
inn tekur að jafnaði tvær töfl-
ur á sex tíma fresti fyrst. Lyf-
ið heldur sýrumynduninni í
maganum niðri, og undir eins
og röntgenmyndir sýna, að sár-
ið er farið að gróa, er töflun-
um fækkað niður í eina á sex.
tíma fresti.
Banthine hefur einnig fleiri
kosti. Lækning magasárs með
mataræði krefst að jafnaði
fjögurra til sex vikna sjúkra-
hússlegu, en sjúklingar sem fá
banthine, er sendir heim eftir
fárra daga rannsókn, þegar séð
er, hvað er hæfilegur skammt-
ur handa þeim. Ekki er gefið
meira af lyfinu en það sem
nægir til þess að halda sýru-
mynduninni í maganum á svo
lágu stigi, að hún erti ekki sár-
ið og tefji fyrir að það grói.
Banthine kom á markaðinn
í Bandaríkjunum í júlímánuði
síðastliðinum, en er aðeins selt
gegn lyfseðli.
Ef þróunarkenningin er rétt, hvernig stendur þá á því, eins
og ástandið er nú i heiminum, að ekki skuli vera farnir að vaxa
á okkur vængir, svo að við getum flogið til betra heims?
— Stanley F. Johnson.