Úrval - 01.12.1950, Side 64

Úrval - 01.12.1950, Side 64
60 ■Crval Honum hafði ekki verið alvara, en nú gat hann ekki snúið aft- ur. Félagar hans voru báðir tveim árum yngri en hann. „Ég skal gera það, ef annar ykkar vill stjórna fundinum,“ sagði hann ögrandi. Á þennan hátt urðu þeir all- ir þátttakendur í samsærinu. Emil átti að halda fyrirlestur- inn, Wedderburn að stjórna fundinum og Belloc átti að sjá um allan undirbúning. Þeir gerðu níu aðra stúdenta og eina stúlku að trúnaðarmönnum sín- um, og lofuðu þau öll að mæta á fundinum, vera lífvörður ef Emil skyldi þurfa að leggja á flótta og halda uppi áróðri með því að hæla fyrirlesaranum á hvert reipi. Allir féllust á þá uppástungu Christophers Hollis, að heppilegast mundi, að fyrir- lesarinn væri útlendingur, og helzt frá Miðevrópu. Miðevrópa moraði öll af sálkönnuðum um þessar mundir. Það var ákveðið að fyrirles- arinn skyldi heita prófessor Emil Busch eftir frægum, ev- rópskum sirkus, en heppilegast var talið, að forgöngumaðurinn væri englendingur og hlaut hann nafnið Heythrop. Auglýsingaspjöld voru prent- uð og hengd upp. Dr. Emil Busch frá háskólanum í Tiibing- en ætlaði að halda fyrirlestur í ráðhúsinu um „Freud og hina nýju sálarfræði". Dr James Heythrop var fundarstjóri, en frumkvæðið að fyrirlestrinum átti „Home Counties Psycholog- ical Federation“, sem boðið hafði prófessornum til þessa fyrirlestrarhalds. Félagsskapur þessi var auðvitað aðeins til á pappírnum. Mikill áróður var rekinn, og öllum rektorum háskólanna var boðið á fyrirlesturinn. The Master of University College og rektor Worcester College þáðu báðir boðið. Lagastúdent í hópi samsærismanna réð frá að tek- inn yrði aðgangseyrir, slíkt gæti verið varhugavert. Afleiðingin var sú, að ekki voru auraráð til að taka stóra ráðhússalinn á leigu, og varð doktorinn að láta sér nægja litla réttarsalinn. Hann var vandlega kannaður. Bekkjum var raðað þannig, að fyrirlesarinn og fundarstjórinn væru sem næst útgöngudyrun- um, ef illa færi. Einn samsæris- manna átti að taka sér stöðu við ljósrofana og slökkva undir eins og áheyrendur sýndu merki um tortryggni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.