Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 64
60
■Crval
Honum hafði ekki verið alvara,
en nú gat hann ekki snúið aft-
ur. Félagar hans voru báðir
tveim árum yngri en hann. „Ég
skal gera það, ef annar ykkar
vill stjórna fundinum,“ sagði
hann ögrandi.
Á þennan hátt urðu þeir all-
ir þátttakendur í samsærinu.
Emil átti að halda fyrirlestur-
inn, Wedderburn að stjórna
fundinum og Belloc átti að sjá
um allan undirbúning. Þeir
gerðu níu aðra stúdenta og eina
stúlku að trúnaðarmönnum sín-
um, og lofuðu þau öll að mæta
á fundinum, vera lífvörður ef
Emil skyldi þurfa að leggja á
flótta og halda uppi áróðri með
því að hæla fyrirlesaranum á
hvert reipi. Allir féllust á þá
uppástungu Christophers Hollis,
að heppilegast mundi, að fyrir-
lesarinn væri útlendingur, og
helzt frá Miðevrópu. Miðevrópa
moraði öll af sálkönnuðum um
þessar mundir.
Það var ákveðið að fyrirles-
arinn skyldi heita prófessor
Emil Busch eftir frægum, ev-
rópskum sirkus, en heppilegast
var talið, að forgöngumaðurinn
væri englendingur og hlaut hann
nafnið Heythrop.
Auglýsingaspjöld voru prent-
uð og hengd upp. Dr. Emil
Busch frá háskólanum í Tiibing-
en ætlaði að halda fyrirlestur í
ráðhúsinu um „Freud og hina
nýju sálarfræði". Dr James
Heythrop var fundarstjóri, en
frumkvæðið að fyrirlestrinum
átti „Home Counties Psycholog-
ical Federation“, sem boðið
hafði prófessornum til þessa
fyrirlestrarhalds. Félagsskapur
þessi var auðvitað aðeins til á
pappírnum.
Mikill áróður var rekinn, og
öllum rektorum háskólanna var
boðið á fyrirlesturinn. The
Master of University College og
rektor Worcester College þáðu
báðir boðið. Lagastúdent í hópi
samsærismanna réð frá að tek-
inn yrði aðgangseyrir, slíkt gæti
verið varhugavert. Afleiðingin
var sú, að ekki voru auraráð til
að taka stóra ráðhússalinn á
leigu, og varð doktorinn að láta
sér nægja litla réttarsalinn.
Hann var vandlega kannaður.
Bekkjum var raðað þannig, að
fyrirlesarinn og fundarstjórinn
væru sem næst útgöngudyrun-
um, ef illa færi. Einn samsæris-
manna átti að taka sér stöðu við
ljósrofana og slökkva undir eins
og áheyrendur sýndu merki um
tortryggni.