Úrval - 01.12.1950, Síða 65
SANNLEIKURINN UM DR. BUSCH
61
Erindið var samið kvöldið
fyrir hinn mikla atburð. Það tók
þrjá tíma að hnoða það saman,
og Emil vökvaði anda sinn
drjúgum á meðan á því stóð.
Heilan dag notaði hann til að
spyrja ýmsa helztu borgara
Oxford hvort þeir könnuðust við
dr. Busch. Allir könnuðust við
hann. Þrír höfðu lesið bókina
hans (titillinn var ekki nefnd-
ur). Einn hafði meira að segja
hlustað á fyrirlestur hjá honum
í Vín. Enn einn kvaðst vera al-
gerlega ósammála skoðunum
hans eftir að hann hafði rætt
við einn af nemendum hans í
sumarleyfinu.
Fyrirlesturinn átti að hefjast
klukkan átta. Klukkan hálfsjö
fóru dr. Busch og dr. Heythrop
til rakara og hárgreiðslumanns
í hliðargötu. Þeir kváðust eiga
að leika í skólaleik um kvöldið.
Báðir voru í kjólfötum, og
Busch var auk þess í svörtu
vesti, með stífað skyrtubrjóst
og háan flibba. Hann þorði ekki
að bera á sig andlitsfarða, því
að full birta átti að vera í saln-
um, en nokkur blá strik á kinn-
um og enninu settu á hann
virðulegan öldungssvip, og til
frekari áherzlu stráði hann gráu
dufti í hárið og festi á sig lítið
yfirvararskegg.
Þeir félagar borðuðu kvöld-
verð í veitingastofunni George.
Emil var ekki sleipur í þýzk-
unni, en reyndi samt að halda
uppi samræðum undir borðum.
Aftur á móti kunni Heythrop
ekki stakt orð í þýzku, og lét sér
því nægja að kinka kolli hátíð-
lega, þar sem hann hélt að við
ætti. Enginn virtist sjá neitt at-
hugavert við þessa tvo heiðurs-
menn, og Emil hrósaði matnum
við þjóninn, sagði að „svona
góðan mat hef ég ekki bragð-
að síðan 1914.“
í ráðhúsinu var ekki jafn
friðsamt. Þar var hvergi nærri
rúm fyrir alla þá sem komast
vildu að. Nafnið Freud hafði
seiðmögnuð áhrif á fólk. IJti
fyrir gerðist hark — og inni
tóku menn að gerast óþolinmóð-
ir. Lögreglan átti fullt í fangi
með að halda fundargestum í
skefjum og varpaði öndinni
Iéttar þegar doktorinn kom
ásamt fundarstjóranum.
Aldrei hef ég verið vitni af
jafnhlýum og óverðskulduðum
móttökum. Hinn átján ára
gamli fundarstjóri reis hátíð-
lega á fætur. „Heiðruðu tilheyr-
endur! Ég er þess fullviss, að