Úrval - 01.12.1950, Page 80

Úrval - 01.12.1950, Page 80
76 ÚRVAL Sommers (heldur áfram framburði sínum): Eftir mánuð var ég orðinn vanur að hlýða nafninu Wobbly liðsforingi og farinn að kunna vel við mig. Majórinn var alltaf að segja mér, að ég væri einn sá bezti liðsforingi, sem hann hefði unn- ið með, og að hann mundi brátt færa mér óvænt tíðindi. Hver sem þau tíðindi yrðu vissi ég, að armur laganna mundi fyrr eða síðar ná til mín. Ég var sennilega þegar skráð- ur sem strokumaður af skipinu, en mér fannst eins gott að njóta góðs meðan gæfi. Ég gætti þess vandlega að skrifa ekki nafn mitt á kaupkvittanir — slíkt hefði verið skjalafals — þess vegna tók ég aldrei kaup mitt, eða réttara sagt kaup Wobbly liðsforingja. Wobbly hafði haft 120 dollara í veskinu sínu. Ég tók þá traustataki og setti kvittun í veskið í staðinn. Ég reykti ekki og þorði ekki að drekka af ótta við að ég talaði af mér, og einu útgjöld mín voru því fimm dollarar á mán- uði fyrir snyrtivörum. Hinir liðsforingjarnir eyddu öllu kaupi sínu í allskonar óþarfa, og majórinn hafði oft orð á því, að þeir ættu að taka mig til fyrirmyndar um spar- semi og reglusemi. Að því kom að ég skyldi fljúga flugvél, en ég komst hjá því með því að segja, að ég hefði gengið undir augnupp- skurð rétt áður en ég fór frá Bandaríkjunum, og læknir- inn hefði sagt, að fjarskynjun mín mundi ekki verða góð fyrr en eftir nokkra mánuði. Ég var fljótur að kynnast vinnubrögðum og vinnutilhögun á vellinum. Royal höfuðsmaður sem var framkvæmdastjóri vallarins, var verkfræðingur að menntun og notfærði sér þá kunnáttu sína. Hann hafði geysistóra töflu hangandi í skrifstofunni. I dálki lengst til vinstri voru öll nöfn allra starfsmanna á vellinum. IJt frá hverju nafni voru 24 reitir — einn fyrir hverja klukkustund sólarhringsins, þar sem skráð var, hvað hver maður átti að gera á hverjum klukkutíma sól- arhringsins. Með því að athuga þessa töflu mátti fá vitneskju um allt það sem vita þurfti til þess að stjórna vellinum. Eina nóttina vakti majórinn mig um miðnætti. „Jæja, dreng- ur minn,“ sagði hann, ,,ég lof- aði þér óvæntum tíðindum, og hérna eru þau.“ Hann sýndi mér fyrirskipun um heimsend- ingu Royal höfuðsmanns og bætti við: ,,Ég ætla að gera þig að framkvæmdastjóra mínum — og með því fylgir hækkun í tign upp í höfuðsmann.11 ,,Majór,“ sagði ég, ,,ég verð- skulda ekki þennan mikla heið- ur. Ef þér vissuð hve falskur ég er, munduð þér sennilega reka mig tafarlaust." „Þetta er það sem ég kann bezt við hjá þér, drengur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.