Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 80
76
ÚRVAL
Sommers (heldur áfram
framburði sínum): Eftir mánuð
var ég orðinn vanur að hlýða
nafninu Wobbly liðsforingi og
farinn að kunna vel við mig.
Majórinn var alltaf að segja
mér, að ég væri einn sá bezti
liðsforingi, sem hann hefði unn-
ið með, og að hann mundi brátt
færa mér óvænt tíðindi.
Hver sem þau tíðindi yrðu
vissi ég, að armur laganna
mundi fyrr eða síðar ná til mín.
Ég var sennilega þegar skráð-
ur sem strokumaður af skipinu,
en mér fannst eins gott að njóta
góðs meðan gæfi. Ég gætti þess
vandlega að skrifa ekki nafn
mitt á kaupkvittanir — slíkt
hefði verið skjalafals — þess
vegna tók ég aldrei kaup mitt,
eða réttara sagt kaup Wobbly
liðsforingja. Wobbly hafði haft
120 dollara í veskinu sínu. Ég
tók þá traustataki og setti
kvittun í veskið í staðinn. Ég
reykti ekki og þorði ekki að
drekka af ótta við að ég talaði
af mér, og einu útgjöld mín
voru því fimm dollarar á mán-
uði fyrir snyrtivörum.
Hinir liðsforingjarnir eyddu
öllu kaupi sínu í allskonar
óþarfa, og majórinn hafði oft
orð á því, að þeir ættu að taka
mig til fyrirmyndar um spar-
semi og reglusemi.
Að því kom að ég skyldi
fljúga flugvél, en ég komst hjá
því með því að segja, að ég
hefði gengið undir augnupp-
skurð rétt áður en ég fór
frá Bandaríkjunum, og læknir-
inn hefði sagt, að fjarskynjun
mín mundi ekki verða góð fyrr
en eftir nokkra mánuði.
Ég var fljótur að kynnast
vinnubrögðum og vinnutilhögun
á vellinum. Royal höfuðsmaður
sem var framkvæmdastjóri
vallarins, var verkfræðingur að
menntun og notfærði sér þá
kunnáttu sína. Hann hafði
geysistóra töflu hangandi í
skrifstofunni. I dálki lengst til
vinstri voru öll nöfn allra
starfsmanna á vellinum. IJt frá
hverju nafni voru 24 reitir —
einn fyrir hverja klukkustund
sólarhringsins, þar sem skráð
var, hvað hver maður átti að
gera á hverjum klukkutíma sól-
arhringsins. Með því að athuga
þessa töflu mátti fá vitneskju
um allt það sem vita þurfti til
þess að stjórna vellinum.
Eina nóttina vakti majórinn
mig um miðnætti. „Jæja, dreng-
ur minn,“ sagði hann, ,,ég lof-
aði þér óvæntum tíðindum, og
hérna eru þau.“ Hann sýndi
mér fyrirskipun um heimsend-
ingu Royal höfuðsmanns og
bætti við: ,,Ég ætla að gera þig
að framkvæmdastjóra mínum —
og með því fylgir hækkun í
tign upp í höfuðsmann.11
,,Majór,“ sagði ég, ,,ég verð-
skulda ekki þennan mikla heið-
ur. Ef þér vissuð hve falskur ég
er, munduð þér sennilega reka
mig tafarlaust."
„Þetta er það sem ég kann
bezt við hjá þér, drengur