Úrval - 01.12.1950, Side 81

Úrval - 01.12.1950, Side 81
STROKUMAÐUR EÐA STRÍÐSHETJA? 77 minn,“ sagði hann. ,,Þú ert ágætur starfsmaður og kvartar aldrei. Jæja, höfuðsmaður, nú skuluð þér fá yður væran blund, svo þér getið hafið störf yðar á morgun.“ Og nú var ég orðinn höfuðs- maður í flughernum, næst- æðsti maður á Hobsonflugvell- inum. Allur póstur, sém barst, fór um hendur mínar, og dag einn brá mér illa, þegar ég sá tilkynningu um, að Charles Wobbly liðsforingi kæmi ekki, hann hefði verið sendur til Ástralíu. I tilkynningunni var sagt frá því, að fötum hans hefði verið stolið og allar stöðv- ar voru áminntar að vera á verði gagnvart svikurum. Ég eyðilagði tilkynninguna. Dag nokkurn kom flugmaður á leið til Kóreu við á Hobson- vellinum. Hann leit á töfluna hjá mér og sagði: ,,Er Charles Wobbly framkvæmdastjóri hér? Hann þarf ég að hitta, ég hef ekki séð hann síðan við vorum saman við æfingar heima.“ Ég laumaðist út um bakdyrnar og faldi ' mig þangað til ,,vinur“ minn var farinn. Ég varð nú órólegur og vissi, að bezt mundi fyrir mig að komast burt og heim til Banda- ríkjanna áður en kæmist upp um mig. En næsta mánuðinn gekk allt eins og í sögu, nema að mannskapurinn var alltaf að nöldra um að fá að komast heim, og við heyrðum í útvarp- inu um uppþot í ýmsum bæki- stöðvum landhers og flughers víða á Kyrrahafssvæðinu. Um vorið skeði margt sam- tímis. Flugherinn fékk nýjan yfirmann, sem hét Goodenough hershöfðingi, og fyrsta verk hans var að heimsækja hinar mörgu bækistöðvar flughersins. Majórinn hafði mikinn viðbúnað til að taka á móti honum og gera honum dvölina sem ánægjulegasta. En rétt áður en flugvél hershöfðingjans lenti fékk majórinn hjartveikiskast og varð að bera hann af flug- vellinum. Það féll því minn hlut að hafa ofan af fyrir hershöfð- ingjanum. Auðvitað var það vandalítið, hið eina sem ég þurfti að gera var að segja hon- um hve vinsæll hann væri af undirmönnum sínum, hella í hann wisky og bölva dálítið til sannindamerkis um heiðarleik og hetjulund. Við fórum til majórsins á sjúkrahúsinu. Læknirinn sagði, að hann þyrfti að flytjast strax á fullkominn spítala. Majórinn sagði: „Höfuðsmaður, viljið þér fara snöggvast fram. Ég þarf að tala einslega við hershöfð- ingjann." Fáum mínútum seinna var ég aftur kallaður inn. Hershöfðing- inn sagði: „Wobbly höfuðs- maður, majórinn hefur sagt mér um yður og mælir með yður sem eftirmanni sínum . . .“ „Mér?“ sagði ég. „Herra, ég er hræddur um, að ég hafi ekki næga reynslu.“ Majórinn sagði:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.