Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 81
STROKUMAÐUR EÐA STRÍÐSHETJA?
77
minn,“ sagði hann. ,,Þú ert
ágætur starfsmaður og kvartar
aldrei. Jæja, höfuðsmaður, nú
skuluð þér fá yður væran
blund, svo þér getið hafið störf
yðar á morgun.“
Og nú var ég orðinn höfuðs-
maður í flughernum, næst-
æðsti maður á Hobsonflugvell-
inum. Allur póstur, sém barst,
fór um hendur mínar, og dag
einn brá mér illa, þegar ég sá
tilkynningu um, að Charles
Wobbly liðsforingi kæmi ekki,
hann hefði verið sendur til
Ástralíu. I tilkynningunni var
sagt frá því, að fötum hans
hefði verið stolið og allar stöðv-
ar voru áminntar að vera á
verði gagnvart svikurum. Ég
eyðilagði tilkynninguna.
Dag nokkurn kom flugmaður
á leið til Kóreu við á Hobson-
vellinum. Hann leit á töfluna
hjá mér og sagði: ,,Er Charles
Wobbly framkvæmdastjóri hér?
Hann þarf ég að hitta, ég hef
ekki séð hann síðan við vorum
saman við æfingar heima.“ Ég
laumaðist út um bakdyrnar og
faldi ' mig þangað til ,,vinur“
minn var farinn.
Ég varð nú órólegur og vissi,
að bezt mundi fyrir mig að
komast burt og heim til Banda-
ríkjanna áður en kæmist upp
um mig. En næsta mánuðinn
gekk allt eins og í sögu, nema
að mannskapurinn var alltaf að
nöldra um að fá að komast
heim, og við heyrðum í útvarp-
inu um uppþot í ýmsum bæki-
stöðvum landhers og flughers
víða á Kyrrahafssvæðinu.
Um vorið skeði margt sam-
tímis. Flugherinn fékk nýjan
yfirmann, sem hét Goodenough
hershöfðingi, og fyrsta verk
hans var að heimsækja hinar
mörgu bækistöðvar flughersins.
Majórinn hafði mikinn viðbúnað
til að taka á móti honum og
gera honum dvölina sem
ánægjulegasta. En rétt áður en
flugvél hershöfðingjans lenti
fékk majórinn hjartveikiskast
og varð að bera hann af flug-
vellinum. Það féll því minn hlut
að hafa ofan af fyrir hershöfð-
ingjanum. Auðvitað var það
vandalítið, hið eina sem ég
þurfti að gera var að segja hon-
um hve vinsæll hann væri af
undirmönnum sínum, hella í
hann wisky og bölva dálítið til
sannindamerkis um heiðarleik
og hetjulund.
Við fórum til majórsins á
sjúkrahúsinu. Læknirinn sagði,
að hann þyrfti að flytjast strax
á fullkominn spítala. Majórinn
sagði: „Höfuðsmaður, viljið þér
fara snöggvast fram. Ég þarf
að tala einslega við hershöfð-
ingjann."
Fáum mínútum seinna var ég
aftur kallaður inn. Hershöfðing-
inn sagði: „Wobbly höfuðs-
maður, majórinn hefur sagt mér
um yður og mælir með yður
sem eftirmanni sínum . . .“
„Mér?“ sagði ég. „Herra, ég
er hræddur um, að ég hafi ekki
næga reynslu.“ Majórinn sagði: