Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 82
78
tJRVAL
„Þarna sjáið þér, hershöfðingi,
það er eins og ég sagði yður.“
Hershöfðinginn brosti. ,,Lítil-
3æti er dyggð, sem okkur vant-
ar í flughernum. En meðal ann-
arra orða: hinni nýju stöðu yðar
fylgir hækkun í tign, upp í
majór . . .“
Fimm dögum seinna var ég
orðinn Charles Wobbly majór,
yfirmaður Hobsonvallarins. Ég
vissi, að þessi fagri draumur
mundi fá skjótan endi einn góð-
an veðurdag, og ég ákvað því
að gera úr honum það sem ég
gat. Allt frá því ég kom í flot-
ann — og seinna flugherinn —
hafði ég haft mínar eigin hug-
myndir um, hvernig ætti að
stjórna. Fæstir liðsforingjar
hafa hugmynd um hvernig
,stjórna á hermönnum. Nú fékk
ég tækifæri til að sannprófa
hugmyndir mínar.
Hið fyrsta sem ég gerði var
að gefa mönnunum meira frelsi.
Ég skipti mannskapnum í tvær
vaktir, bakborðs- og stjórnborðs-
vakt. Á hverjum mánudegi var
fíogið með aðra þeirra til Man-
ila, og þar fékk hún að leika sér
■í heila viku. Þegar hún kom aft-
ur, fór hin vaktin. Þið hefðuð
átt að sjá hve hugarfar mann-
skapsins breyttist til batnaðar.
Um þetta leyti náði óánægjan
í hinum ýmsu bækistöðvum í
austurlöndum hámarki sínu, og
þriggja stjörnu yfirhershöfðingi
var sendur til skyndikönnunar
um allt austursvæðið. Þar sem
hann sá, hlýtur að hafa verið
ófagurt, því að þegar hann lenti
á Hobsonflugvellinum var hann
úrillur mjög.
,,Ég er búinn að reka þrjá yf-
irforingja," sagði hann um leið
og hann lenti, „og hef lagt til að
tveir aðrir verði kallaðir fyrir
herrétt. Hver er yfirmaður
hér ?“
„Það er ég, herra,“ sagði ég.
„Ég er Thistlewhite hers-
höfðingi,“ sagði hann. „Hvernig
er ástandið hérna?“
„Ástandið? Það er ágætt,
herra.“
„Það sögðu hinir líka. Ég;
skal fljótlega komast að því
sjálfur . . .“
Hershöfðinginn byrjaði á að
athuga hegðunarskýrslurnar.
Hann varð undrandi, þegar
hann sá, að síðan ég tók við
hafði enginn maður brotið af
sér.
„Þér verðið kyrr hér,“ sagði
hann. „Ég ætla að tala við menn.
yðar.“
Klukkustund síðar kom hana
aftur. Hann var brosandi út
undir eyru. „Þetta er stórkost-
legt,“ sagði hann, „stórkostlegt.
Þeir eru allir ánægðir. Þeir ó-
breyttu segjast hafa beztu liðs-
foringjana í flughernum, og
enginn vill láta flytja sig. Ég
talaði sjálfsagt við þrjú hundr-
uð. Auðvitað mundu margir
kjósa að komast heim, en þeir
sögðust ekki hafa á móti því
að vera hér eitt ár enn, ef með
þyrfti. Á hinum stöðvunum . . .“
Hann hélt áfram í þessum dúr.