Úrval - 01.12.1950, Síða 94
90
ÚRVAL
Kanasta er sögn, sem í eru sjö
samstæð spil (eða fleiri), og er
aukavinningur fyrir hana.
Byrja má með þriggja spila
sögn t. d. 8-8-8, sem spilarinn
leggur upp í loft á borðið fyrir
framan sig (eða meðspilarann),
og með því að bæta seinna við
áttum eða lausaspilum er hægt
að mynda kanasta. Aldrei má þó
nota meira en þrjú lausaspil í
hverja kanasta. Kanasta er
,,hrein“ þegar engin lausaspil
eru í henni og gefur hún fleiri
aukastig en blönduð kanasta.
Spilið byrjað með því að
næsti maður á vinstri hönd þess
sem gefur dregur efsta spil úr
stokknum og síðan hver af öðr-
um. I stað efsta spilsins má
einnig taka efsta spilið í
stokknum, sem er upp í loft
(kaststokknum), ef vissum skil-
yrðum er fullnægt: (a) ef spil-
arinn eða meðspilari hans hafa
lagt einu sinni eða oftar með
samanlagðri gildistölu 50 eða
meira, en það er lægsta fyrsta
sögn, sem leyfileg er, t. d. d-d-d
og g-g-g, eða k-k-k og 7-7-7-7;
(b) ef hann getur bætt því við
sögn, sem hann eða meðspilar-
inn hafa lagt á borðið; (c) ef
hann hefur tveggja spila sam-
stæðu á hendinni, sem hann get-
ur bætt því við og fengið þannig
þriggja spila sögn — að því til-
skyldu að hann eða meðspilari
hafi lagt áður. — Efsta spil
úr kaststokk, sem tekið er,
verður að leggja á borðið, en
hin fara á höndina eða í sögn
á borðið eftir því sem verkast
vill.
(c)-liður þarfnast nánari
skýringar. Ef efsta spilið er t.
d. fimma og spilarinn hefur
tvær fimmur á hendinni eða
eina fimmu og eitt lausaspil,
hefur hann leyfi til að taka
fimmuna úr borði — ef hann
(eða meðspilari) hefur lagt áð-
ur. Ekki má þó taka uppíloft-
spilið í fyrsta skipti nema fyr-
ir séu á hendinni tvö spil (eða
fleiri), sem eru samstæð því
(lausaspil nægir ekki), og auk
þess viðbótarsögn eða sagnir,
sem nægja til þess að samanlagt
gildi þeirra sé 50 eða meira.
Ef spilarinn ákveður að taka
efsta spilið í kaststokknum,
verður hann að taka allan
stokkinn. Það hefur sína kosti,
því fleiri spil sem spilarinn hef-
ur á hendinni því betri tækifæri
hefur hann til að fá góðar sagn-
ir og kanasta.
Sögn á að leggja á borðið í
hvert skipti sem dregið er