Úrval - 01.12.1950, Side 102

Úrval - 01.12.1950, Side 102
98 ÚRVAL Finnið þið það ekki á lyktinni? Ofur einfalt mál.“ Arthur las mjög mikið, auk námsbókanna. Hann var síles- andi. En hann hafði líka mikinn áhuga á íþróttum, einkum hnefaleik. Ástandið á heimili hans fór versnandi, því að faðir hans var orðinn mjög heilsutæpur. Þetta olli Arthur miklum áhyggjum og hann horfði líka með kvíða til framtíðarinnar. Hvað myndi taka við, þegar hann hefði lok- ið læknisfræðiprófinu ? Hann var kominn af fólki, sem var ekki einungis kaþólskt, heldur líka mjög strangtrúað. Dick frændi hans hafði hiklaust hafnað á- gætis stöðu, þegar gamanblað- ið Punch skopaðist að páfan- um. Hann hafði aldrei efazt um tilveru guðs, ef með því orði var átt við máttarvöld, sem öllu stjórnuðu. En öll togstreitan og rifrildið um ,,kirkjuna“! Eins og kirkja skipti nokkru máli! Hann hafði skrifað smásögu, sem hann nefndi Leyndarmáliö í Sasassadalnum. Nú var honum tilkynnt, að tímaritið „Cham- ber’s Journal“ hefði keypt sög- una fyrir þrjár guineur. Þegar hann las söguna í tímaritinu haustið 1879, varð hann fyrir vonbrigðum, því að öll blóts- yrðin höfðu verið felld úr henni. Hann tók læknisfræðiprófið árið 1881. Atvinnuhorfur voru ekki góðar. Budd vinur hans og skólabróðir, hafði kvænzt á námsárunum, gerzt læknir í Bristol og orðið gjaldþrota. Annette frænka hans, sem bjó í London, skrifaði honum bréf og bað hann að heimsækja sig, svo að hún og önnur skyld- menni gætu rætt um framtíð hans. Hann var í miklum vanda staddur, því að hinir kaþólsku ættingjar hans gátu orðið ung- um lækni til mikils stuðnings. Hann svaraði bréfinu á þá lund, að hann væri trúlaus og því óþarfi að ræða málið frekar á þeim grundvelli. Það varð þó úr, að hann fór til London; en sú för varð hon- um ekki til fjár, því að hann lenti í harðri deilu við Annette og aðra ættingja sína. 1 aug- um þessa fólks var kaþólska kirkjan allt. Forfeður þess höfðu fórnað henni öllu. Veraldleg gæði voru í augum þess lítils virði; trúin var hið eina, sem máli skipti. Hann gat fyrirgefið frænku sinni þessa sérvizku. En hann átti erfiðara með að fyrirgefa frændum sínum, Dick og James, sem hann hafði kynnzt í æsku, og þekkti nú ekki fyrir sömu menn. „Ef ég gerist kaþólskur lækn- ir,“ sagði hann, „þá tek ég fé fyrir að látast trúa því, sem ég trúi ekki. Ég væri versti þorp- ari, ef ég gerði það! Þið mynd- uð ekki gera það heldur — er það?“ Dick frændi hans sagði:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.