Úrval - 01.12.1950, Page 105
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
101
frá staðreyndum, sem auðvelt
væri að hrekja með opinberum
skýrslum. Áður en hægt var að
koma vitinu fyrir Flood, höfðu
blöðin gert sér mikinn mat úr
þessum misskilningi hans. I aug-
um Conan Doyles var þetta
meira virði en hin lofsamleg-
ustu ummæli.
Hann gat skrifað skáldsögur,
sem blekktu fólk svo, að það
áleit þær óyggjandi sannleika.
Hann var byrjaður á skáld-
sögunni Girdlestone & Co., þeg-
ar hann kynntist Louise Haw-
kins.
Ástæðan til kunningsskapar
þeirra var einn af þessum óskilj-
anlegu harmleikjum lífsins, sem
gerir mönnum svo erfitt að trúa
á miskunnsama forsjón. Ná-
grannalæknir Doyles, dr. Pike,
bað hann að líta á sjúkling fyr-
ir sig. Þetta var í marzmánuði
1885. Sjúklingurinn hét Jack
Hawkins, sonur ekkju einnar, er
bjó í Southsea.
Sjúklingurinn þjáðist af heila-
bólgu, og Doyle varð þegar ljóst,
að hann hafði aðeins verið kall-
aður til hans fyrir siðasakir, því
að sjúkdómurinn hlaut að leiða
til dauða, fyrr en síðar.
Ekkjan var illa stödd, því að
enginn vildi hýsa sjúklinginn til
lengdar vegna kastanna, sem
hann fékk öðru hverju. Fyrir
tilmæli dr. Pikes, féllst Conan
Doyle á að taka hann heim til
sín og stunda hann þar. En
pilturinn var svo langt leiddur,
að hann dó eftir nokkra daga.
Sem betur fór, hafði dr. Pike
skoðað sjúklinginn kvöldið áður
en hann lézt. Allt, sem í mann-
legu valdi stóð, hafði verið gert
til að bjarga lífi hans. Að öðr-
um kosti hefðu illgjarnar tung-
ur getað spillt fyrir áliti Doyles.
Og þetta var svo sem nógu
slæmt. Þegar svört líkkistan var
borin út úr húsi Doyles, huldi
hann andlitið í höndum sér.
Hann áleit það fyrstu skyldu
sína að votta móðurinni og syst-
urinni, Louise, samúð sína; en
í raun og veru voru það þær,
sem hugguðu hann.
Þannig hófust kynni hans og
Louise Hawkins. Hún var tutt-
ugu og sjö ára gömul, blíðlynd
og óeigingjörn stúlka. Hann varð
ástfanginn af henni og þau trú-
lofuðust í apríl.
Hinn 6. ágúst 1885 gekk Art-
hur Conan Doyle að eiga Louise
Hawkins. Móðir hans var ráða-
hagnum mjög fylgjandi.
*
Hjónabandið hafði mjög örv-
andi áhrif á ritstörf hans. Hann
hafði að vísu samið nokkrar góð-
ar sögur, svo sem Skipstjórinn
á Pólstjörnunni og Keinplatz-
tilraunin, en nú ætlaði hann að
semja skáldsögu, sem gerði hann
að frægum rithöfundi.
Hann hafði enga trú á Girdle-
stone & Co. Ef hann átti að
nota hugmyndirnar, sem sóttu á
hann, varð hann að skrifa um
eitthvað, sem var bæði eftirtekt-
arvert og nýstárlegt.