Úrval - 01.12.1950, Síða 113
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
109
birtast aftur?“ voru menn allt-
af að spyrja höfundinn. „I Bask-
ervillehundinum er Holmes að
vísu upp á sitt allra bezta. En
mér líður ekki vel fyrr en ég
veit, að hann er á lífi og kom-
inn í gömlu íbúðina sína.“
„Hann liggur í gljúfrinu hjá
Reichenbackfossinum,“ svaraði
Conan Doyle, ,,og þar skal hann
dúsa.“ En var hann alveg viss?
William Gillette, sem nú var bú-
inn að leika hlutverkið fjögur
hundruð og fimmtíu sinnum í
Ameríku, var á leiðinni til Eng-
lands, til þess að hefja leiksýn-
ingar þar. Var hann alveg viss?
=*
Það var engin furða, þótt Doy.
le streittist í lengstu lög á móti
hinum almennu óskum um
endurlífgun Holmes. Hann var
sannarlega búinn að fá nóg af
honum. Skömmu eftir að hann
stytti leynilögreglumanninum
aldur í síðustu sögunni, skrifaði
hann einum vina sinna: „Ég gæti
ekki vakið hann aftur til lífs-
ins, þótt ég feginn vildi, því að
ég er búinn að fá svo stóran
skammt af honum að hann minn.
ir mig á 'p&té de foie gras, sem
ég át eitt sinn yfir mig af og get
síðan ekki heyrt nefnt á nafn.“
Conan Doyle lagði líka afar-
mikla vinnu í Holmessögur sín-
ar, því að hvert minnsta smáat-
riði varð að vera þrauthugsað.
Sem dæmi um vinnubrögð hans,
fer hér á eftir uppkast að ófull-
gerðri sögu, sem fannst í skjöl-
um hans að honum látnum:
Drög að Holmessögu*
Stúlka kemur til Holmes og
biður hann hjálpar. Morð hefur
verið framið í þorpinu, þar sem
hún býr — frændi hennar hef-
ur fundizt skotinn í svefnher-
bergi sínu, skotið hefur að því
er virðist, komið inn um opinn
glugga. Unnusti hennar hefur
verið handtekinn. Grunur hefur
fallið á hann af eftirtöldum á-
stæðum:
1. Hann hefur lent í orðasennu
við gamla manninn, sem hefur
hótað að breyta erfðaskrá sinni,
sem er ungu stúlkunni í vil, ef
hún tali nokkurn tíma orð við
unnusta sinn framar.
2. Skammbyssa hefur fundizt
heima hjá honum. Á byssuskeft-
ið eru krotaðir upphafsstafir
hans og eitt skothólfið er tómt.
Kúlan, sem fannst í líki gamla
mannsins, virðist vera úr byss-
unni.
3. Hann á lausan stiga, hinn
eina í þorpinu, og það eru för
í jarðveginum undir svefnher-
bergisglugganum eins og eftir
slíkan stiga, og á stiganum hef-
ur fundizt vottur af samskon-
ar jarðvegi (rökum).
Svar piltsins er það eitt, að
hann hafi aldrei átt skamm-
byssu, og að þessi byssa hafi
fundizt í anddyrinu, en þangað
hefði hver og einn getað laum-
að henni. Hinsvegar gat hann
ekki gefið skýringu á moldinni
* Þessi kafli er tekinn úr bók
Hersketh Pearson: Arthur Conan
Doyle. — Þýð.