Úrval - 01.12.1950, Page 119

Úrval - 01.12.1950, Page 119
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE 115 allt með friði og spekt í Wyrley 1 sjö ár eða til ársins 1903. Þá var farið að limlesta kýr og hesta. „Þetta er Georg Edal- ji,“ hugsuðu yfirvöldin. Hópur lögreglumanna var sendur á vettvang. Anson lögreglustjóri skipaði svo fyrir, að sérstakar gætur skyldu hafðar á prests- setrinu og fylgzt með því, hvort nokkrar mannaferðir væru það- an að næturlagi. Þessi varzla var hafin, áður en bréfin fóru að berast. En í bréfunum var Georg Edalji sakaður um að vera meðlimur í flokki illvirkja, sem lemstruðu skepnurnar. Og hver skrifaði svo þessi bréf að dómi lögreglustjórans ? Georg Edalji sjálfur. (Hann hefur sennilega langað til að eyðileggja framtíð sína sem málafærslumanns). Þannig stóð málið hinn 18. ágúst, þegar lögregluforinginn hélt til prestssetursins eftir dráp seinasta hestsins. Lögreglan kom til prestssetursins klukkan átta, en þá var Georg farinn til vinnu sinnar í borginni. En móðir Ge- orgs og systir hans sátu að morgunverði. „Ég verð að biðja yður að sýna mér föt sonar yðar,“ sagði Campbell lögregluforingi. (Þau hlutu að vera með blóðslettum). „Og einnig öll vopn, sem kunna að hafa verið notuð til verks- ins.“ Lögreglan fann engin önnur vopn en fjóra rakhnífa, sem presturinn átti, og við efnarann- sókn kom í ljós, að það voru engir blóðblettir á þeim. En þeir fundu skó, sem Georg átti, og þeir voru blautir og ataðir dökkri leðju. Þeir fundu buxur, sem voru moldugar neðan á skáimunum. Og þeir fundu gaml- an frakka. „Þessi frakki,“ sagði Camp- bell lögregluforingi, „er rakur.“ I þessum svifum kom prest- urinn niður, strauk höndinni yfir frakkann og neitaði að hann væri rakur. Lögregluforinginn kvaðst líka sjá hrosshár á frakkanum. Presturinn fór með frakkann út að glugganum og kvaðst ekki sjá neitt hrosshár á honum. Að minnsta kosti, eins og Art- hur Conan Doyle benti á síðar, láðist lögreglunni að taka sýnis- horn af þessum hárum og setja það í umslag, er strax væri lok- að. Síðan tók lögreglan frakk- ann í sínar vörzlur. Limlesti hesturinn var fleginn og ræma af húðinni send til rannsóknar. En það verður að teljast meira en lítið kæruleysi, að húðræm- an var send í sama böggli og föt Georgs. Það var ekki fyrr en klukkan f jögur, að lögreglu- læknirinn, dr. Butter, rannsak- aði fötin. Hvort sem hrosshár hafa verið á frakkanum áður eða ekki, þá var það víst, að þau voru á honum nú. Dr. But- ter fann tuttugu og níu hár á frakka Georgs. Georg Edalji var handtekinn sama dag. „Ég er ekkert hissa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.