Úrval - 01.12.1950, Síða 119
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
115
allt með friði og spekt í Wyrley
1 sjö ár eða til ársins 1903.
Þá var farið að limlesta kýr
og hesta. „Þetta er Georg Edal-
ji,“ hugsuðu yfirvöldin. Hópur
lögreglumanna var sendur á
vettvang. Anson lögreglustjóri
skipaði svo fyrir, að sérstakar
gætur skyldu hafðar á prests-
setrinu og fylgzt með því, hvort
nokkrar mannaferðir væru það-
an að næturlagi. Þessi varzla
var hafin, áður en bréfin fóru
að berast. En í bréfunum var
Georg Edalji sakaður um að
vera meðlimur í flokki illvirkja,
sem lemstruðu skepnurnar.
Og hver skrifaði svo þessi bréf
að dómi lögreglustjórans ?
Georg Edalji sjálfur. (Hann
hefur sennilega langað til að
eyðileggja framtíð sína sem
málafærslumanns).
Þannig stóð málið hinn 18.
ágúst, þegar lögregluforinginn
hélt til prestssetursins eftir dráp
seinasta hestsins. Lögreglan kom
til prestssetursins klukkan átta,
en þá var Georg farinn til vinnu
sinnar í borginni. En móðir Ge-
orgs og systir hans sátu að
morgunverði.
„Ég verð að biðja yður að
sýna mér föt sonar yðar,“ sagði
Campbell lögregluforingi. (Þau
hlutu að vera með blóðslettum).
„Og einnig öll vopn, sem kunna
að hafa verið notuð til verks-
ins.“
Lögreglan fann engin önnur
vopn en fjóra rakhnífa, sem
presturinn átti, og við efnarann-
sókn kom í ljós, að það voru
engir blóðblettir á þeim. En þeir
fundu skó, sem Georg átti, og
þeir voru blautir og ataðir
dökkri leðju. Þeir fundu buxur,
sem voru moldugar neðan á
skáimunum. Og þeir fundu gaml-
an frakka.
„Þessi frakki,“ sagði Camp-
bell lögregluforingi, „er rakur.“
I þessum svifum kom prest-
urinn niður, strauk höndinni yfir
frakkann og neitaði að hann
væri rakur. Lögregluforinginn
kvaðst líka sjá hrosshár á
frakkanum. Presturinn fór með
frakkann út að glugganum og
kvaðst ekki sjá neitt hrosshár
á honum.
Að minnsta kosti, eins og Art-
hur Conan Doyle benti á síðar,
láðist lögreglunni að taka sýnis-
horn af þessum hárum og setja
það í umslag, er strax væri lok-
að. Síðan tók lögreglan frakk-
ann í sínar vörzlur. Limlesti
hesturinn var fleginn og ræma
af húðinni send til rannsóknar.
En það verður að teljast meira
en lítið kæruleysi, að húðræm-
an var send í sama böggli og
föt Georgs. Það var ekki fyrr
en klukkan f jögur, að lögreglu-
læknirinn, dr. Butter, rannsak-
aði fötin. Hvort sem hrosshár
hafa verið á frakkanum áður
eða ekki, þá var það víst, að
þau voru á honum nú. Dr. But-
ter fann tuttugu og níu hár á
frakka Georgs.
Georg Edalji var handtekinn
sama dag. „Ég er ekkert hissa