Úrval - 01.12.1950, Page 126

Úrval - 01.12.1950, Page 126
122 ÚRVAL Foringi leiðangursins varð að vera dýrafræðingur. Hann minntist dýrafræðingsins C. W. Thomsons í Edinborgarháskóla, sem hafði farið í rannsóknar- ferðir á korvettunni Challenger. Og hann minntist Rutherfords prófessors, sem var heljarmenni að burðum, með kolsvart skegg og þrumuraust .... Challenger prófessor og Týndi heimurinn. ,,Ég held,“ skrifaði hann rit- stjóra „Strand“, ,,að þetta sé bezta framhaldssagan, sem ég hef samið (að undanteknum Holmessögunum).“ ,,Mig langar til,“ bætti hann við, „að gera það sama fyrir drengjasögurnar og Sherlock Holmes gerði fyrir leynilögreglu- sögurnar. Ég býst varla við að mér takizt þetta hvorttveggja, en þó vona ég það.“ Og þetta tókst, því að sagan er ekki einungis ævintýri um fornaldarskrímsli, heldur líka lýsing á persónum. Dýrafræð- ingarnir eru eins athyglisverðir og dýrin. Challenger og félagar hans myndu hrífa okkur, þó að þeir færu aðeins í smáferðalag upp í sveit. Challenger er lifandi persóna engu síður en Micaw- ber og Weller Dickens. Týndi heimurinn vakti mikla athygli. Sagan hafði meðal annars þær afleiðingar, að amer- ískur leiðangur, gerður út af náttúrugripasafni Pennsylvaníu- háskóla, fór á skútu upp eftir Amazonfljótinu í leit að þessari týndu veröld Doyles, enda voru frumskógar Suður-Ameríku þá lítt kannaðir og leyndardómar þeirra óþekktir. Allt virtist leika í lyndi fyrir Doylefjölskyldunni vorið 1913. Þriðja barn þeirra hjóna, Leva, hafði fæðzt í desember 1912. Samkomulag eldri barnanna, Maríu og Kingsley, við hina nýju fjölskyldu, var ágætt og allt heimilisfólkið mjög samrýnt. Kingsley var að búa sig undir að taka læknisfræðipróf, eftir að hafa stundað nám í Lausanne og Hannover. Síðustu fimm árin hafði Doyle aðeins samið fimm Holmssög- ur, sem höfðu birzt á víð og dreif í ,,Strand“. Hann spurði ritstjórann, hvað hann segði um að fá langa leynilögreglusögu til birtingar í ritinu. Ritstjórinn var að sjálfsögðu áfjáður í að fá slíka sögu. 1 minnisbók sína skrifaði Doy- le æ meira um trúarleg efni og spíritisma. Hann gat aldrei tal- að um spíritisma við Jean, því að hún hafði andúð á þeirri stefnu og óttaðist hana. „Enda þótt það sé sannleikur, sem spíritisminn heldur fram,“ skrifaði hann, „þá erum við litlu bættari. Og þó myndi það leysa hið mikilsverðasta vandamál, spurninguna um það, hvort dauðinn sé endir alls.“ Veturinn 1913—14 samdi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.