Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 126
122
ÚRVAL
Foringi leiðangursins varð að
vera dýrafræðingur. Hann
minntist dýrafræðingsins C. W.
Thomsons í Edinborgarháskóla,
sem hafði farið í rannsóknar-
ferðir á korvettunni Challenger.
Og hann minntist Rutherfords
prófessors, sem var heljarmenni
að burðum, með kolsvart skegg
og þrumuraust ....
Challenger prófessor og
Týndi heimurinn.
,,Ég held,“ skrifaði hann rit-
stjóra „Strand“, ,,að þetta sé
bezta framhaldssagan, sem ég
hef samið (að undanteknum
Holmessögunum).“
,,Mig langar til,“ bætti hann
við, „að gera það sama fyrir
drengjasögurnar og Sherlock
Holmes gerði fyrir leynilögreglu-
sögurnar. Ég býst varla við að
mér takizt þetta hvorttveggja,
en þó vona ég það.“
Og þetta tókst, því að sagan
er ekki einungis ævintýri um
fornaldarskrímsli, heldur líka
lýsing á persónum. Dýrafræð-
ingarnir eru eins athyglisverðir
og dýrin.
Challenger og félagar hans
myndu hrífa okkur, þó að þeir
færu aðeins í smáferðalag upp
í sveit. Challenger er lifandi
persóna engu síður en Micaw-
ber og Weller Dickens.
Týndi heimurinn vakti mikla
athygli. Sagan hafði meðal
annars þær afleiðingar, að amer-
ískur leiðangur, gerður út af
náttúrugripasafni Pennsylvaníu-
háskóla, fór á skútu upp eftir
Amazonfljótinu í leit að þessari
týndu veröld Doyles, enda voru
frumskógar Suður-Ameríku þá
lítt kannaðir og leyndardómar
þeirra óþekktir.
Allt virtist leika í lyndi fyrir
Doylefjölskyldunni vorið 1913.
Þriðja barn þeirra hjóna, Leva,
hafði fæðzt í desember 1912.
Samkomulag eldri barnanna,
Maríu og Kingsley, við hina nýju
fjölskyldu, var ágætt og allt
heimilisfólkið mjög samrýnt.
Kingsley var að búa sig undir
að taka læknisfræðipróf, eftir að
hafa stundað nám í Lausanne og
Hannover.
Síðustu fimm árin hafði Doyle
aðeins samið fimm Holmssög-
ur, sem höfðu birzt á víð og
dreif í ,,Strand“. Hann spurði
ritstjórann, hvað hann segði um
að fá langa leynilögreglusögu til
birtingar í ritinu. Ritstjórinn var
að sjálfsögðu áfjáður í að fá
slíka sögu.
1 minnisbók sína skrifaði Doy-
le æ meira um trúarleg efni og
spíritisma. Hann gat aldrei tal-
að um spíritisma við Jean, því
að hún hafði andúð á þeirri
stefnu og óttaðist hana.
„Enda þótt það sé sannleikur,
sem spíritisminn heldur fram,“
skrifaði hann, „þá erum við litlu
bættari. Og þó myndi það leysa
hið mikilsverðasta vandamál,
spurninguna um það, hvort
dauðinn sé endir alls.“
Veturinn 1913—14 samdi