Úrval - 01.12.1950, Síða 136
Miljónir manna lifa
enn við þrældóm.
Þrœlahald þekkist enn.
Grein úr „Answers”.
Menn ganga enn kaupum og
sölum sumsstaðar í heiminum. I
löndunum sem liggja að Hauða-
hafi er hraustur maður í blóma
lífsins seldur á 3000 kr. og það-
an af meira. 1 Egyptalandi, þar
sem arabar stunda ólöglegt man-
sal, bjóða þeir til sölu dansmeyj-
ar fyrir 2300 krónur.
Fjölskyldu- og efnahagskerfi
Arabíu byggist enn í dag á þræla-
haldi. Þar er sérstök þrælastétt,
sem er kynþáttur út af fyrir sig,
hörundsdökkur og upphaflega
fluttur inn frá Afríku. Alþjóða-
lög banna afdráttarlaust mansal,
en þrátt fyrir það er heimilis-
þrælahaldið í Arabíu látið af-
skiptalaust.
Þó að enn sé nokkuð gert að
því að smygla þrælum inn í land-
ið, fæðist langmestur hluti þeirra
til þrældóms og gengur að erfð-
um eins og hvert annað góss.
Innflutningur þræla á sér eink-
um stað frá persneska Baluchist-
an. Þrátt fyrir stranga gæzlu er
áætlað, að um þrjú hundruð þræl-
um sé smyglað yfir Persaflóann
á hverju ári. Erfitt er að hafa
hendur í hári smyglaranna, þvi
að vegna bágra lífskjara heima
fyrir, eru þrælarnir að jafnaði
sjálfir með í vitorði.
Trúarbrögð araba heimila karl-
mönnum að eiga fjórar konur i
einu, en tala ambátta takmark-
ast eimmgis af efnahag húsbónd-
ans. Uppihald frjálsborinna eigin-
kvenna er miklu dýrara en am-
bátta, og auk þess eru ambáttir
góðar til heimilisverka.
Þetta heimilisþrælahald er erfitt
vandamál. Það er ekki einasta
ævaforn siður, heldur og í fullu
samræmi við trúarbrögð þjóðar-
innar, og er af þeim sökum næsta
erfitt að útrýma þvi. Auk þess
sem þrælar vinna erfiðisstörf
heimilisins, eru þeir lífvörður hús-
bóndans, en sérhver arabi, sem
einhvers má sín, hefur um sig
slíkan lífvörð. Almenn frelsisgjöf
allra þræla í Arabíu mundi valda
miklu umróti í þjóðfélaginu, og
vafasamt að hún bæri árangur
nema viðtækari umbætur væru
framkvæmdar um leið.
Þó að fjörutíu þjóðir hafi skrif-
að undir heit um algert bann við
þrælahaldi, er áætlað, að tala
Framhald á 3. kápsiðu.
STEINDÓRSPRENT h.f.