Úrval - 01.10.1952, Page 7
ÞEGAR MARSBÚAR HERTÖKU NEW JERSEY
5
íélagslegum skilningi — það er
ekkert sameiginlegt band sem
knýtir þá einstaklinga saman.
En ef þeir safnast saman til að
vera vitni að einhverjum
óvenjulegum atburði, slysi eða
einhverju þvílíku, þá eru tengsl-
in milli einstaklinganna komin
— þeir eru orðnir að „múgi“,
að marghöfða ófreskju sem
gleypir einstaklingana og ræð-
ur gerðum þeirra. Sjálfstjórn
og sjálfsgagnrýni gleymist og
einstaklingarnir geta unnið
ódæðisverk, sem enginn hefði
trúað þeim til að vinna. Með
sef jun, með gagnkvæmum hug-
aráhrifum, er vitundarsviðið
þrengt, og einstaklingurinn
verður ómóttækilegur fyrir heil-
brigðar fortölur, og auðtrúa
þegar um er að ræða jafnvel
hinn fráleitasta orðróm.
Margvíslegar skýringar hafa
komið fram á þessu fyrirbrigði.
Franski sálfræðingurinn Le
Bon telur, að um sé að ræða
einskonar hugsanaflutning, ein-
staklingurinn í múgnum dregst
inn í andlegt ,,segulsvið“, sem
með útgeislunum sínum fær
tök á hinu andlega ástandi
hans. Aðrir sálfræðingar telja
þetta hæpna skýringu eða af-
neita henni með öllu, og víst er
að erfitt er að færa sönnur á
hana. En eitt hafa menn sann-
reynt: það er ekki skynsemin
heldur heimskan sem holdgast
í múgnum. Skynsemi og sið-
gæðis gætir því minna sem
múgurinn verður stærri. „Öld-
ungarnir eru góðir menn, en
öldungaráðið er villidýr," sögðu
hinir fornu rómverjar.
Sænski sálfræðingurinn Alf
Ahlberg álítur, að ástæðan til
þess að geðhrif, tilfinningar og
eðlishvatir magnast svo mjög
í múgnum sem raun ber vitni
sé frumstæð hjarðhvöt. Ef eitt
dýr í hjörð sýnir hræðslu,
vaknar sama hvöt hjá hinum
aýrunum: allur f lokkurinn
verður gripinn skelfingu og flýr
í ofboði.
Ef við reynum að nota
reynslu sálfræðinnar til að
skýra það múgæði sem lýst var
hér að framan, þá rekum við
strax augun í, að hlustendurn-
ir eru ekki múgur í þeim skiln-
ingi, að þeir séu samankomnir
á einum stað. Þeir eru þvert á
móti dreifðir og vita fæstir
hver um annan. En múgáhrif-
anna getur samt gætt vegna
vitundarinnar um, að víðsvegar
um landið eru aðrir hlustendur,
sem hlusta á sömu dagskrá og
verða fyrir sömu áhrifum. Þau
áhrif valda að vísu sjaldan æði
eða skelfingu, en Arthur Christ-
ensen prófessor hefur bent á,
að möguleikar til fjaráhrifa á
hugmynair manna og skoðanir
hafi aukizt mjög með aukinni
lestrarkunnáttu, og að hinn
dreifði fjöldi sé ekki í eðli sínu
mjög frábrugðinn múgnum.
Segja mætti þá, að möguleik-
arnir til fjaráhrifa hafi enn
aukizt við tilkomu útvarpsins.
Við bætist svo í þessu tilfelli,