Úrval - 01.10.1952, Page 7

Úrval - 01.10.1952, Page 7
ÞEGAR MARSBÚAR HERTÖKU NEW JERSEY 5 íélagslegum skilningi — það er ekkert sameiginlegt band sem knýtir þá einstaklinga saman. En ef þeir safnast saman til að vera vitni að einhverjum óvenjulegum atburði, slysi eða einhverju þvílíku, þá eru tengsl- in milli einstaklinganna komin — þeir eru orðnir að „múgi“, að marghöfða ófreskju sem gleypir einstaklingana og ræð- ur gerðum þeirra. Sjálfstjórn og sjálfsgagnrýni gleymist og einstaklingarnir geta unnið ódæðisverk, sem enginn hefði trúað þeim til að vinna. Með sef jun, með gagnkvæmum hug- aráhrifum, er vitundarsviðið þrengt, og einstaklingurinn verður ómóttækilegur fyrir heil- brigðar fortölur, og auðtrúa þegar um er að ræða jafnvel hinn fráleitasta orðróm. Margvíslegar skýringar hafa komið fram á þessu fyrirbrigði. Franski sálfræðingurinn Le Bon telur, að um sé að ræða einskonar hugsanaflutning, ein- staklingurinn í múgnum dregst inn í andlegt ,,segulsvið“, sem með útgeislunum sínum fær tök á hinu andlega ástandi hans. Aðrir sálfræðingar telja þetta hæpna skýringu eða af- neita henni með öllu, og víst er að erfitt er að færa sönnur á hana. En eitt hafa menn sann- reynt: það er ekki skynsemin heldur heimskan sem holdgast í múgnum. Skynsemi og sið- gæðis gætir því minna sem múgurinn verður stærri. „Öld- ungarnir eru góðir menn, en öldungaráðið er villidýr," sögðu hinir fornu rómverjar. Sænski sálfræðingurinn Alf Ahlberg álítur, að ástæðan til þess að geðhrif, tilfinningar og eðlishvatir magnast svo mjög í múgnum sem raun ber vitni sé frumstæð hjarðhvöt. Ef eitt dýr í hjörð sýnir hræðslu, vaknar sama hvöt hjá hinum aýrunum: allur f lokkurinn verður gripinn skelfingu og flýr í ofboði. Ef við reynum að nota reynslu sálfræðinnar til að skýra það múgæði sem lýst var hér að framan, þá rekum við strax augun í, að hlustendurn- ir eru ekki múgur í þeim skiln- ingi, að þeir séu samankomnir á einum stað. Þeir eru þvert á móti dreifðir og vita fæstir hver um annan. En múgáhrif- anna getur samt gætt vegna vitundarinnar um, að víðsvegar um landið eru aðrir hlustendur, sem hlusta á sömu dagskrá og verða fyrir sömu áhrifum. Þau áhrif valda að vísu sjaldan æði eða skelfingu, en Arthur Christ- ensen prófessor hefur bent á, að möguleikar til fjaráhrifa á hugmynair manna og skoðanir hafi aukizt mjög með aukinni lestrarkunnáttu, og að hinn dreifði fjöldi sé ekki í eðli sínu mjög frábrugðinn múgnum. Segja mætti þá, að möguleik- arnir til fjaráhrifa hafi enn aukizt við tilkomu útvarpsins. Við bætist svo í þessu tilfelli,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.