Úrval - 01.10.1952, Page 8
6
tTRVAL
að útsendingin fór fram rétt
eftir hina stórpólitísku atburði
í Tékkóslóvakíu og fundina í
Miinehen og Godesberg og með-
an stríðshættan hvíldi eins og
farg á öllum þjóðum.
Ottinn og sjálfsbjargarhvöt-
in eru með allra frumstæðustu
hvötum mannsins. Þær eiga
rætur í þeim tímum þegar mað-
urinn var varnarlaus í greipum
villtrar og hættulegrar náttúru,
umkringdur sterkum, gráðug-
um óvinum. Án sterkrar flótta-
hvatar hefði maðurinn án efa
dáið út við slíkar aðstæður, seg-
ir ameríski sálfræðingurinn
McDougal, og útvarpsleikritið
leiddi áþreifanlega í ljós, að sið-
menningin er oft aðeins þunnt
lag ofan á eðlishvötum þeim
sem búa í sérhverjum manni.
Orson Welles lofaði hlustend-
um sínum ekki aðeins að heyra
mestu „hrollvekju" sem heyrzt
hefur í útvarpi. Áhrif hennar
voru jafnframt athyglisvert
dæmi um hve maðurinn er lítils
háttar þegar hann er ofurseld-
ur sínum eigin uppfinningum.
Enn einu sinni höfum við bú-
ið okkur til leikfang, sem er
hættulegt, ef það er ekki notað
á réttan hátt.
★ ★ ★
Menntun.
Næstum allir mennta- og forustumenn þjóðfélagsins á seinni
helming síðustu aldar höfðu óbifandi trú á gildi almennrar
menntunar. En eftir meira en hálfrar aldar skyldunám erum
við farin að efast um, að það menntunarstig sem nægir fjöld-
anum til að njóta Hoilywoodkvikmyndanna, meðan fámennur
hópur leitar ráða til að sprengja jörðina i loft upp, geti talizt
uppfylling á draumum hinna vonglöðu brautryðjenda. Lausnin
á vandamálinu virðist vera sú, að börnum sé kenndur lestur,
skrift og einfaldur reikningur, en síðan sé þeim frjálst að hætta
námi eða halda því áfram: þau hafi rétt til lykilsins að þekking-
unni, en verði sjálf að opna hurðina.
-— Hersketh Pearson.
Auðvitað er samansöfnuð mikil þekking í háskólanum. Ný-
sveinarnir, eða rússarnir, eins og þeir eru stundum kallaðir,
koma með drjúga þekkingu með sér, en það væri synd að segja,
að kandídatarnir væru ofhlaðnir þegar þeir fara. Það safnast
því þegar saman kemur.
H. Laurence Lowell.