Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 10
8
ÚRVAL
hafði honum hugkvæmzt að
fara þvert yfir garðinn, fram-
hjá húsinu sem hann að öðru
jöfnu forðaðist til þess að
saurga það ekki með návist
sinni. Hann hefði ekki farið
þessa leið ef hann hefði ekki
haldið að enginn væri heima.
Hann hafði fyrir stundarkorni
séð fjölskylduna aka burt í bíl.
Hann hafði gengið hljóðlega
yfir grasblettinn, hún hafði
ekki heyrt til hans, ef ekki er
þá til einhver dulvitund sem
heyrir.
Edvard stóð grafkyrr. Hann
horfði líka á ávala útlínu
brjóstsins, það naut sín svo vel
með blómin í baksýn. Hann
hafði haft kynni af konum, en
það hafði verið á dimmum
kvöldum í skógarbrekkum, eða
í laumi í dimmum, sóðakitrum,
þar sem ekki mátti gleyma því
að einhver gat hlerað bak við
vegg. Og því fylgdi ekki fegurð.
Edvard hafði sitt mat á hlut-
unum. Þessvegna hafði hann
ráðið sig hér í garðyrkjuvinnu
sem lítið meira en matvinnung.
Ef til vill hraut til hans smá-
seðill þegar vel lá á húsbóndan-
um.
Blómin voru falleg, en þetta
var enn fallegra. Löngimin til
ao njóta fegurðar brann innr?>
með honum, eins og hún hafði
logað í brjósti hans á síðkvöld-
um þegar hann lá á bekk sínum
í fangelsinu og gat ekki sofið.
I heitu, daunillu fangelsi. Verst
hafði lyktin verið. Öllu öðru gat
hann gleymt, en ekki þessum ó-
þef. Það var óþefur smánarinn-
ar. Og svo nú þetta ljósa.
Hann stóð grafkyrr.
I dimmri þögn.
Það eru til leyniþræðir milli
mannanna sem vitundin þekkir
ekki. Þeir eru svo fíngerðir að
þeir smjúga í gegnum hið grófa
net hennar. Kannski barst þyt-
urinn af andardrætti Edvards
til hennar eftir þessum þráðum.
En hvernig sem það atvikaðist
þá vaknaði hún skyndilega til
vitundar um að einhver var í
návist hennar. Hún snéri sér
snöggt við og sá Edvard.
Hún varð hrædd. Á samri
stund varð henni Ijóst hvers-
vegna hún hafði verið hrædd
við hann. Hún hafði eiginlega
ekki verið hrædd við hann, held-
ur við eitthvað í sjálfri sér. Ekki
svo að skilja að hún viðurkenndi
að hún væri hrædd við sjálfa
sig. En eitt var víst: hún komst
í uppnám við augnatillit Ed-
vards. Það var ekki aðeins að í
því leyndist þrá eftir líkama
hennar, heldur bjó í því annars-
konar örlögbundin þrá, þrá
kvalins manns eftir uppreisn.
Hún var í slíku uppnámi að hún
hafði löngun til að standa upp
og skýra sakleysi sitt. Ein-
mitt af því að hún fann til
sektar.
Augnatillit þeirra héldu hvort
öðru rígbundnu í nokkrar sek-
úndur. Það voru þesskonar sek-
úndur sem ekki verða mældar
á klukku. Þesskonar sekúndur