Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 10

Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 10
8 ÚRVAL hafði honum hugkvæmzt að fara þvert yfir garðinn, fram- hjá húsinu sem hann að öðru jöfnu forðaðist til þess að saurga það ekki með návist sinni. Hann hefði ekki farið þessa leið ef hann hefði ekki haldið að enginn væri heima. Hann hafði fyrir stundarkorni séð fjölskylduna aka burt í bíl. Hann hafði gengið hljóðlega yfir grasblettinn, hún hafði ekki heyrt til hans, ef ekki er þá til einhver dulvitund sem heyrir. Edvard stóð grafkyrr. Hann horfði líka á ávala útlínu brjóstsins, það naut sín svo vel með blómin í baksýn. Hann hafði haft kynni af konum, en það hafði verið á dimmum kvöldum í skógarbrekkum, eða í laumi í dimmum, sóðakitrum, þar sem ekki mátti gleyma því að einhver gat hlerað bak við vegg. Og því fylgdi ekki fegurð. Edvard hafði sitt mat á hlut- unum. Þessvegna hafði hann ráðið sig hér í garðyrkjuvinnu sem lítið meira en matvinnung. Ef til vill hraut til hans smá- seðill þegar vel lá á húsbóndan- um. Blómin voru falleg, en þetta var enn fallegra. Löngimin til ao njóta fegurðar brann innr?> með honum, eins og hún hafði logað í brjósti hans á síðkvöld- um þegar hann lá á bekk sínum í fangelsinu og gat ekki sofið. I heitu, daunillu fangelsi. Verst hafði lyktin verið. Öllu öðru gat hann gleymt, en ekki þessum ó- þef. Það var óþefur smánarinn- ar. Og svo nú þetta ljósa. Hann stóð grafkyrr. I dimmri þögn. Það eru til leyniþræðir milli mannanna sem vitundin þekkir ekki. Þeir eru svo fíngerðir að þeir smjúga í gegnum hið grófa net hennar. Kannski barst þyt- urinn af andardrætti Edvards til hennar eftir þessum þráðum. En hvernig sem það atvikaðist þá vaknaði hún skyndilega til vitundar um að einhver var í návist hennar. Hún snéri sér snöggt við og sá Edvard. Hún varð hrædd. Á samri stund varð henni Ijóst hvers- vegna hún hafði verið hrædd við hann. Hún hafði eiginlega ekki verið hrædd við hann, held- ur við eitthvað í sjálfri sér. Ekki svo að skilja að hún viðurkenndi að hún væri hrædd við sjálfa sig. En eitt var víst: hún komst í uppnám við augnatillit Ed- vards. Það var ekki aðeins að í því leyndist þrá eftir líkama hennar, heldur bjó í því annars- konar örlögbundin þrá, þrá kvalins manns eftir uppreisn. Hún var í slíku uppnámi að hún hafði löngun til að standa upp og skýra sakleysi sitt. Ein- mitt af því að hún fann til sektar. Augnatillit þeirra héldu hvort öðru rígbundnu í nokkrar sek- úndur. Það voru þesskonar sek- úndur sem ekki verða mældar á klukku. Þesskonar sekúndur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.