Úrval - 01.10.1952, Side 13
ÓTILHLÝÐILEG FREISTING
11
líkt gæti gerzt. Að hún gæfi sig
á vald þessum manni. En hvern-
ig átti hann að láta sér detta
slíkt í hug, hún hafði sýnt
megnan viðbjóð á Edvard,
naumast þolað að hann drykki
kaffibolla í eldhúsinu. Kannski
var þessi óbeit hennar honum
að skapi, þótt hann gerði sér
það ekki ljóst. En af hverju
hafði hún haft óbeit á þessum
vesaling? Hann hafði stolið, og
setið í fangelsi.
Fangelsi.
Þessi staður hérna í garðinum
var umluktur eplatrjám, sem nú
voru þakin grænjöxlum, og við
rætur þeirra allt í kring uxu
runnar. Hann sat á hækjurn sín-
um og hlúði að blómunum. Það
var eins og hlómin væru börn
hans. Sjálf átti hún engin börn,
hverjum sem það var að kenna.
Það var eins og broddur í sál-
inni.
Hún stóð lengi fyrir aftan
hann, miklu lengur en hann
hafði staðið fyrir aftan hana.
Og það var sami leyniþráðurinn
milli þeirra núna og fyrir
skammri stundu. En Edvard
var með hugann við vinnuna
og átti erfiðara með að gera sér
grein fyrir sambandinu en hún
sem hafði verið aðgerðalaus.
Hún horfði á hann í fimm mín-
útur að mmnsta kosti. Henni
var Ijóst að þetta var hættuleg-
ur leikur. Edvard mundi ef til
vill ekki geta haft hemil á sér.
Verra var þó að óvíst var að
hún gæti það sjálf. Raunar gat
þetta varla verið hættulegt. Hún
gat hlaupist á brott á síðustu
stundu. Og hvað gat svo sem
gerzt í opnum garði, það voru
ekki fimmtíu metrar til næsta
vegar sem umferð var um. Hann
mundi aldrei gerast svo fífl-
djarfur, og sjálf var hún lífs-
reynd og vön að sjá um sig sjálf.
Þetta var ekki annað en leikur
á heitum júlídegi.
Hún heyrði sumarþytinn í
trjánum aftur. Og þegar hún
heyrði hann, gleymdi hún öllu
öðru. Hún starði stjörfum aug-
um út í bláinn. Hugsanir hennar
voru flognar langt burt úr búri
því sem þær voru fangar í
hversdagslega. Hún hafði ekki
lengur fótfestu, hún var ekki
lengur tamin. Hún var villt.
Hún titraði af' æsingi og undir-
vitund hennar sendi frá sér
sterka strauma.
Svo sterka að Edvard sneri
sér við.
Hann sat enn hokinn eins og
froskur og leit upp. Augnatillit
þeirra negidust aftur saman.
Það sem fyrir skammri stundu
hafði bærst í brjósti hans, og
raunar hafði verið að þróast
með honum síðastliðinn mánuð,
blossaði nú upp í almætti sínum.
Hann tók undir sig stökk og
velti henni um koll, hann reif í
föt hennar, og sjálf hjálpaði
hún til með því að sparka af
sér nærfötunum, hann náði taki
á þeim og þau létu undan.
Andartaki síðar byltust þau í
grasinu í báli ástríðnanna.