Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 21

Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 21
KÓNGULÓIN OG VESPAN 19 hún, en kvenkóngulóin lifir miklu lengur og getur eðlað sig nokkur ár í röð. Á safni í París er kvenkónguló úr hitabeltinu, sem sagt er að hafi lifað 25 ár í búri. Tarantúlan verpir 200—400 eggjum í einu; hver kvenkóngu- ló getur þannig' eignast nokkur þúsund afkvæmi. Hún spinnur silkihjúp utan urn eggin og læt- ur þa.u síðan afskiptalaus. Eftir að ungarnír koma úr egginu skríða þeir burtu, finna sér hentugan stað til að grafa sér holu og lifa síðan einir það sem eftir er ævinnar. Tarantúlumar lifa mest á skordýrum og þús- undfætlum. Þegar þær hafa satt hungur sitt eru þær í nokkra daga að melta fæðuna áður en þær bera sig eftir björginni að nýju. Sjónin er léleg, þær greina aðeins mismunandi birtu og hluti á hreyfingu. Ekki virðast þær hafa neina heyrn, því að soltin tarantúla gefur engan gaum að tístandi engisprettu sem sett hefur verið í búrið til hennar, nema engisprettan snerti einhvern fót hennar. En allar kóngulær, einkum þó hinar loðnu, hafa mjög næmt snertiskyn. Tilraunir hafa sýnt, að tarantúlan greinir milli þrennskonar snertingar: þrýst- ings á bolinn, stroku eftir lík- amshárunum og snerting mjög fíngerðra hára á fótunum. Ef þiýst er á bolinn með fingri eða blýantsoddi, þokar taran- túlan sér hægt undan stuttan spöl. Snertingin vekur ekki hjá henni nein varnarandsvör, nema komið sé að henni ofan frá. Þá sér hún hreyfinguna, rís upp á afturfæturna, lyftir fram- fótunum, opnar bitkrókana og stendur í þessari varnarstöðu meðan blýanturinn hreyfist. Ef hann er stöðvaður lætur hún fallast niður aftur, er kyrr í nokkrar mínútur og gengur síð- an hægt í burtu. Tarantúlan er öll Ioðin, eink- um þó fæturnir. Sum hárin eru stutt og ullarkennd, önnur löng og stinn. Ef þessi hár eru snert vekur snertingin tvenns- konar viðbrögð. Ef kóngulóin er svöng svarar hún með leift- ursnöggri árás. Ef þreifiangar engisprettu snerta hana grípur hún hana svo snöggt, að kvik- mynd sem tekin er með 64 mynda hraða á sekúndu sýnir aðeins úrslitin en ekki viður- eignina. En ef kóngulóin er södd bregst hún aðeins við með því að hrista þann lim sem snertur er. Skordýr getur þá gengið undir loðinn kvið hennar sér að meinalausu. Fíngerðu hárin á fótunum vaxa út úr næfurþunnri himnu, og var einusinni talið að þau væru heyrnarfæri kóngulóar- innar, en nú vita menn að svo er ekki. Þau eru aðeins næm fyrir hreyfingu loftsins. Léttur andvari fær þau til að titra án þess að hin hárin bærist. Ef blásið er laust á þessi hár, koma snöggir kippir í fjóra framfæt- 3*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.