Úrval - 01.10.1952, Page 22
20
ÚRVAL
ur tarantúlunnar. Ef blásið er
bæði á fram- og afturfætur í
einu, tekur hún undir sig stökk.
Þessi viðbrögð eru óháð því
hvort hún er svöng eða södd.
Þessi þrennskonar viðbrögð
eru svo ólík, að ekki er hægt
að rugla þeim saman. Þau full-
nægja flestum þörfum taran-
túlunnar og gera henni kleift
að forðast flest óþægindi og
hættur. En þau bregðast henni
algerlega þegar hún mætir erki-
óvini sínum, grafaravespunni.
Þessi vesputegund er óárenni-
leg en falleg á að líta. Þær
eru dökkbláar með rauðbrúna
vængi. Vænghaf þerra stærstu
er um 10 sm. Þær lifa á hun-
angi. Þegar þær eru æstar gefa
þær frá sér óþef, sem er bend-
ing um að þær séu að búast
til árásar. Stunga þeirra er
miklu óþægilegri en býflugu
eða venjulegrar vespu, og sárs-
aukinn og bólgan langvinnari.
Fullorðin lifir vespan aðeins
nokkra mánuði. Kvendýrið
verpir aðeins fáum eggjum,
einu í einu með tveggja eða
þriggja daga millibili. Hverju
eggi verður hún að leggja til
eina fullorðna tarantúlu, lifandi
en lamaða. Tarantúlan verður
að vera af réttri tegund. Móður-
Þessar teikningar sj'rna dauðastríð kóngulóarinnar. Á fyrstu myndinni
er vespan að taka henni gröf, en gefur öðru hverju gætur að kóngulónni.
Á annarri myndinni sést vespan stinga kóngulóna með eiturbroddi sín-
um og lama hana þannig. Á þriðju myndinni er vespan að sleikja blóð-
dropa sem vætlað hefur úr stungunni. Á síðustu myndinni sést kóngulóin
í gröf sinni með vespueggið límt við kviðinn.